Liverpool og City fylgjast með Diomande - Disasi á förum - Panichelli til Englands - Newcastle gæti fengið einn ódýrt
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
   fös 27. júní 2025 21:47
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stara Pazova
Karólína: Hún var svo reið inn á vellinum
Icelandair
EM KVK 2025
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, landsliðskona.
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, landsliðskona.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var ótrúlega gaman. Við byrjuðum leikinn hrikalega vel og seinni hálfleikurinn var aðeins verri, en heilt yfir mjög góður sigur," sagði landsliðskonan Karólína Lea Vilhjálmsdóttir eftir 1-3 sigur gegn Serbíu í kvöld.

Þetta var síðasti leikurinn fyrir Evrópumótið og gott að taka sigur með inn í mótið.

Lestu um leikinn: Serbía 1 -  3 Ísland

Karólína skoraði annað markið í leiknum eftir góða sendingu frá Sveindísi Jane Jónsdóttur.

„Ég sagði við hana að það hefði verið hrikalega góð vigt í þessari sendingu. Ég gat tekið hann í fyrsta sem var geggjað. Það er oft sem að leikmenn lesa ekki alveg í þessa vigt. Hann söng í netinu," sagði Karólína um markið og undirbúninginn frá Sveindísi.

Svo skoraði Sveindís stórkostlegt mark.

„Ég hafði á tilfinningunni að hún myndi skora. Hún var svo reið inn á vellinum. Hún náði aðeins að losa um reiðina og skoraði geggjað mark," sagði Karólína létt.

Næst á dagskrá er ferðalag til Sviss á morgun og svo hefst EM. „Ég er mjög spennt. Það er mjög góð stemning í hópnum og mikill spenningur. Vonandi verður þetta bara geðveikt."
Athugasemdir
banner
banner