
Foreldrar landsliðskonunnar Áslaugar Mundu Gunnlaugsdóttur, Jóney Jónsdóttir og Gunnlaugur Aðalbjarnarson, eru mætt til Sviss. Þetta er ekki fyrsta stórmótið sem þau mæta á.
„Við erum á okkar þriðja Evrópumóti," segir Jóney.
„Við erum á okkar þriðja Evrópumóti," segir Jóney.
„Þetta er frábær upplifun, alltaf rosalega gaman og stemning. Það er ekki hægt að sleppa þessu," segir Gunnlaugur.
Það er nóg að gera hjá Áslaugu Mundu en hún útskrifaðist nýlega úr hinum virta Harvard háskóla. Rætt er um það og fleira í viðtalinu sem sjá má í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Leikur Íslands og Finnlands hefst klukkan 16 að íslenskum tíma.
Athugasemdir