Liverpool og City fylgjast með Diomande - Disasi á förum - Panichelli til Englands - Newcastle gæti fengið einn ódýrt
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
   mán 30. júní 2025 15:17
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Thun
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Icelandair
EM KVK 2025
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir.
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Karólína Lea í leik með landsliðinu.
Karólína Lea í leik með landsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á æfingu með landsliðinu í Sviss.
Á æfingu með landsliðinu í Sviss.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Það er búið að vera gríðarlegur hiti síðustu daga og að fá smá vind er bara gríðarlega gott," sagði landsliðskonan Karólína Lea Vilhjálmsdóttir þegar hún ræddi við Fótbolta.net fyrir utan hótel landsliðsins í Sviss í dag. Um er að ræða gríðarlega flott hótel.

Stelpurnar komu til Sviss síðasta laugardag og hafa verið að undirbúa sig fyrir fyrsta leik á Evrópumótinu síðustu daga.

Hvernig var að koma hingað á þetta hótel?

„Það var bara yndislegt. Þetta er geðveikt hótel og yndislegt útsýni. Maður getur ekki kvartað."

Karólína segir að stelpurnar séu mjög vel stemmdar fyrir fyrsta leik á mótinu.

„Við erum alltaf að fara meira og meira í Finnana. Þetta er hrikalega gott lið. Þær eru kannski svipaðar okkur hvernig þær spila. Þær eru baráttuglaðar og samheldið lið með góðan liðsanda en þær eru líka með gæðaleikmenn inn á milli. Það er mikill spenningur í okkur."

„Þær eru með leikmenn sem spila í öllum stærstu deildunum. Þær geta líka haldið vel í boltann og refsað ef við erum eitthvað að gleyma okkur."

„Við förum inn í alla leiki sama hver andstæðingurinn er og það er engin breyting á því núna."

Þið verðið bara að bíða spennt
Það komu fréttir um það í morgun að frágengið væri að Karólína Lea færi til Inter á Ítalíu. Hún er samningsbundin Bayern München í Þýskalandi en hefur verið sterklega orðuð við Inter.

„Ég get bara sagt að ég sé samningsbundin Bayern. Framtíð mun ráðast á næstu dögum. Hvort ég verði áfram hjá Bayern eða fari eitthvað annað, þið verðið bara að bíða spennt," sagði Karólína.

Það er líka talið líklegt að Cecilía Rán Rúnarsdóttir verði hjá Inter á næsta tímabili en hún var þar á láni frá Bayern á síðustu leiktíð. Hafið þið eitthvað talað um Inter?

„Nei," sagði Karólína og hló.

Er það spennandi að þú sért orðuð við Inter?

„Já, algjörlega. Þetta er frábært lið og skemmtileg deild. En við verðum bara að bíða og sjá," sagði Karólína og bætti við í lokin að ekkert væri klappað og klárt, ekki enn.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.

Leikir Íslands á EM 2025:
2. júlí, Ísland - Finnland
6. júlí, Ísland - Sviss
10. júlí, Ísland - Noregur
Athugasemdir
banner