Liverpool og City fylgjast með Diomande - Disasi á förum - Panichelli til Englands - Newcastle gæti fengið einn ódýrt
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
   fös 27. júní 2025 21:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stara Pazova
Fékk gjöfina sem hún vildi á stórafmælinu - „Er samt bara 25"
Icelandair
EM KVK 2025
Glódís Perla Viggósdóttir.
Glódís Perla Viggósdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsfyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir fékk sigur í afmælisgjöf í kvöld er Ísland vann 3-1 sigur á Serbíu í vináttuleik. Glódís fagnaði stórafmæli sínu í dag, er þrítug.

„Fyrst og fremst fannst mér við bara byrja leikinn gríðarlega sterkt," sagði Glódís eftir sigurinn.

Lestu um leikinn: Serbía 1 -  3 Ísland

„Mér fannst við agressívar, hugrakkar og fórum ofarlega í pressunni. Það fer okkur ofboðslega vel. Við vildum fá góða tilfinningu inn í EM og það var það sem við fengum."

Á meðan viðtalinu stóð þá var partý inn í klefa og var Glódís spurð út í það. Fréttamaður Fótbolta.net var þá búinn að gleyma í sólinni að hún ætti afmæli.

„Það er afmælispartý," sagði Glódís. „Þetta var akkúrat það sem ég vildi fá í afmælisgjöf."

Eruð þið búnar að gera eitthvað sérstakt í dag?

„Þær voru búnar að skreyta morgunverðarsalinn í morgun, gáfu mér pakka og sungu fyrir mig. Þær eru bara geggjaðar. Ég myndi ekki vilja eyða afmælisdeginum neins staðar annars staðar en með þeim. Það eina sem mig langaði í var sigur."

Er ekki pínu sérstakt samt að verða þrítug í landsliðsverkefni?

„Jú smá. En ég er samt bara 25 ára svo það er allt í lagi," sagði Glódís og hló.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir