Man City, Man Utd og Arsenal á eftir Etta Eyong - Milan hefur áhuga á Zirkzee - Bayern í viðræðum um bakvörð
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   fim 26. júní 2025 20:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stara Pazova
Samkomulag gert áður en íslenski hópurinn kom saman
Mikil stemning í hópnum fyrir EM
Icelandair
EM KVK 2025
Alexandra á æfingu í Serbíu.
Alexandra á æfingu í Serbíu.
Mynd: KSÍ
Alexandra er á leiðinni á sitt annað stórmót.
Alexandra er á leiðinni á sitt annað stórmót.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fagnar marki með Íslandi.
Fagnar marki með Íslandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta eru flottar aðstæður," sagði Alexandra Jóhannsdóttir, leikmaður Íslands, er hún ræddi við Fótbolta.net fyrir utan hótel landsliðsins í Stara Pazova í Serbíu í dag.

Landsliðið er að æfa hér í bæ fyrir Evrópumótið sem er framundan í Sviss. Á morgun er svo vináttuleikur gegn Serbíu, síðasti leikurinn fyrir mótið.

Það voru 40 gráður í Stara Pazova í dag, mikill hiti. Hvernig gengur að æfa í hitanum?

„Það gengur bara ágætlega. Það er vatnspása á fimm mínútna fresti liggur við. Svo fáum við kælingu frá sjúkraþjálfurunum. Við æfum líka snemma," sagði Alexandra.

„Þetta er örugglega svona níu gráðum heitara en í Sviss. Það verður voða næs að fara yfir í kuldann."

Alexandra segir að stemningin í hópnum sé góð og það þétti hópinn að vera í smá búbblu í Serbíu. Það er ekkert í kringum hótelið og æfingasvæði þeirra nema einhver bílaverkstæði.

„Þetta þéttir hópinn enn meira og við njótum saman," segir Alexandra en hvað er liðið að gera í frítímanum?

„Núna á kvöldin hefur Love Island verið að koma sterkt inn. Við erum nokkrar sem horfum saman. Það var samkomulag um að við myndum ekki byrja að horfa fyrr en við kæmum hingað, erum allar að horfa saman," segir Alexandra.

Rosalega mikill heiður
Það er stutt í Evrópumótið en Alexandra er að fara inn á sitt annað stórmót með landsliðinu. Það er skýrt markmið hjá liðinu að fara upp úr riðlinum.

„Ég er rosa stolt, þetta er rosalega mikill heiður. Það er ekki oft sem einhver kemst á stórmót og hvað þá í annað skiptið. Ég er mjög stolt," segir Alexandra.

Eitthvað sem manni dreymir um þegar maður er lítill?

„Já, alveg 100 prósent. Ég held að allir í hópnum hafi dreymt um að fara á stórmót. Það er svo að gerast. Í fjórða skiptið fyrir sumar," sagði miðjumaðurinn öflugi en það eru tvær í hópnum á leið á sitt fjórða mót: Dagný Brynjarsdóttir og Glódís Perla Viggósdóttir.

Leikir Íslands á EM:
2. júlí, Ísland - Finnland
6. júlí, Ísland - Sviss
10. júlí, Ísland - Noregur
Athugasemdir
banner