Tottenham landar Simons - Man Utd hafnar beiðni Mainoo um að vera lánaður - Villa að kaupa Asensio
Venni: Þetta var karaktersigur
Sjáðu vítadóminn í Kórnum: „Vil helst ekki segja neitt um þetta“
Gunnar Már: Ég er hundsvekktur
Fylkir fékk umdeilda vítaspyrnu: „Ég held að við höfum alveg átt þetta inni“
„Veit ekki hversu marga maður hefur hitt sem hafa spurt hvort það sé eitthvað panic"
Gústi Gylfa: Vantaði bara hugrekki í okkur
Stórir póstar á leið í U19 verkefni á óheppilegum tíma - „Það koma bara aðrir menn inn og þeir fá tækifærið"
Haraldur Freyr: Við vorum bara litlir í okkur
„Ekki hægt að leggja árar í bát og gefast upp útaf einhverri helvítis töflu”
Guðni Eiríks: Fókuspunkturinn að svara fyrir skítaleik
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
banner
   fim 26. júní 2025 20:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stara Pazova
Samkomulag gert áður en íslenski hópurinn kom saman
Mikil stemning í hópnum fyrir EM
Icelandair
EM KVK 2025
Alexandra á æfingu í Serbíu.
Alexandra á æfingu í Serbíu.
Mynd: KSÍ
Alexandra er á leiðinni á sitt annað stórmót.
Alexandra er á leiðinni á sitt annað stórmót.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fagnar marki með Íslandi.
Fagnar marki með Íslandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta eru flottar aðstæður," sagði Alexandra Jóhannsdóttir, leikmaður Íslands, er hún ræddi við Fótbolta.net fyrir utan hótel landsliðsins í Stara Pazova í Serbíu í dag.

Landsliðið er að æfa hér í bæ fyrir Evrópumótið sem er framundan í Sviss. Á morgun er svo vináttuleikur gegn Serbíu, síðasti leikurinn fyrir mótið.

Það voru 40 gráður í Stara Pazova í dag, mikill hiti. Hvernig gengur að æfa í hitanum?

„Það gengur bara ágætlega. Það er vatnspása á fimm mínútna fresti liggur við. Svo fáum við kælingu frá sjúkraþjálfurunum. Við æfum líka snemma," sagði Alexandra.

„Þetta er örugglega svona níu gráðum heitara en í Sviss. Það verður voða næs að fara yfir í kuldann."

Alexandra segir að stemningin í hópnum sé góð og það þétti hópinn að vera í smá búbblu í Serbíu. Það er ekkert í kringum hótelið og æfingasvæði þeirra nema einhver bílaverkstæði.

„Þetta þéttir hópinn enn meira og við njótum saman," segir Alexandra en hvað er liðið að gera í frítímanum?

„Núna á kvöldin hefur Love Island verið að koma sterkt inn. Við erum nokkrar sem horfum saman. Það var samkomulag um að við myndum ekki byrja að horfa fyrr en við kæmum hingað, erum allar að horfa saman," segir Alexandra.

Rosalega mikill heiður
Það er stutt í Evrópumótið en Alexandra er að fara inn á sitt annað stórmót með landsliðinu. Það er skýrt markmið hjá liðinu að fara upp úr riðlinum.

„Ég er rosa stolt, þetta er rosalega mikill heiður. Það er ekki oft sem einhver kemst á stórmót og hvað þá í annað skiptið. Ég er mjög stolt," segir Alexandra.

Eitthvað sem manni dreymir um þegar maður er lítill?

„Já, alveg 100 prósent. Ég held að allir í hópnum hafi dreymt um að fara á stórmót. Það er svo að gerast. Í fjórða skiptið fyrir sumar," sagði miðjumaðurinn öflugi en það eru tvær í hópnum á leið á sitt fjórða mót: Dagný Brynjarsdóttir og Glódís Perla Viggósdóttir.

Leikir Íslands á EM:
2. júlí, Ísland - Finnland
6. júlí, Ísland - Sviss
10. júlí, Ísland - Noregur
Athugasemdir
banner