Liverpool vill Guehi næsta sumar frekar en að gera janúartilboð - Man Utd dreymir um að fá McTominay aftur - Everton hefur áhuga á leikmönnum Man Utd
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
   fim 26. júní 2025 20:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stara Pazova
Samkomulag gert áður en íslenski hópurinn kom saman
Mikil stemning í hópnum fyrir EM
Icelandair
EM KVK 2025
Alexandra á æfingu í Serbíu.
Alexandra á æfingu í Serbíu.
Mynd: KSÍ
Alexandra er á leiðinni á sitt annað stórmót.
Alexandra er á leiðinni á sitt annað stórmót.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fagnar marki með Íslandi.
Fagnar marki með Íslandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta eru flottar aðstæður," sagði Alexandra Jóhannsdóttir, leikmaður Íslands, er hún ræddi við Fótbolta.net fyrir utan hótel landsliðsins í Stara Pazova í Serbíu í dag.

Landsliðið er að æfa hér í bæ fyrir Evrópumótið sem er framundan í Sviss. Á morgun er svo vináttuleikur gegn Serbíu, síðasti leikurinn fyrir mótið.

Það voru 40 gráður í Stara Pazova í dag, mikill hiti. Hvernig gengur að æfa í hitanum?

„Það gengur bara ágætlega. Það er vatnspása á fimm mínútna fresti liggur við. Svo fáum við kælingu frá sjúkraþjálfurunum. Við æfum líka snemma," sagði Alexandra.

„Þetta er örugglega svona níu gráðum heitara en í Sviss. Það verður voða næs að fara yfir í kuldann."

Alexandra segir að stemningin í hópnum sé góð og það þétti hópinn að vera í smá búbblu í Serbíu. Það er ekkert í kringum hótelið og æfingasvæði þeirra nema einhver bílaverkstæði.

„Þetta þéttir hópinn enn meira og við njótum saman," segir Alexandra en hvað er liðið að gera í frítímanum?

„Núna á kvöldin hefur Love Island verið að koma sterkt inn. Við erum nokkrar sem horfum saman. Það var samkomulag um að við myndum ekki byrja að horfa fyrr en við kæmum hingað, erum allar að horfa saman," segir Alexandra.

Rosalega mikill heiður
Það er stutt í Evrópumótið en Alexandra er að fara inn á sitt annað stórmót með landsliðinu. Það er skýrt markmið hjá liðinu að fara upp úr riðlinum.

„Ég er rosa stolt, þetta er rosalega mikill heiður. Það er ekki oft sem einhver kemst á stórmót og hvað þá í annað skiptið. Ég er mjög stolt," segir Alexandra.

Eitthvað sem manni dreymir um þegar maður er lítill?

„Já, alveg 100 prósent. Ég held að allir í hópnum hafi dreymt um að fara á stórmót. Það er svo að gerast. Í fjórða skiptið fyrir sumar," sagði miðjumaðurinn öflugi en það eru tvær í hópnum á leið á sitt fjórða mót: Dagný Brynjarsdóttir og Glódís Perla Viggósdóttir.

Leikir Íslands á EM:
2. júlí, Ísland - Finnland
6. júlí, Ísland - Sviss
10. júlí, Ísland - Noregur
Athugasemdir
banner
banner