
Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur í körfubolta og eiginmaður íslensku landsliðskonunnar Natöshu Anasi, er mættur út til Sviss. Hann er spenntur fyrir leiknum gegn Finnlandi sem fram fer í dag.
„Þetta er ótrúlega skemmtun tilfinning og mikil eftirvænting fyrir leiknum. Eini landsleikurinn sem ég hef farið á erlendis var gegn Englandi í Nice og veðrið hérna núna svipar til þess. Ég er bjartsýnn fyrir því að við fáum góð úrslit," segir Rúnar.
Natasha fékk ríkisborgararétt 2019 og fór í kjölfarið að spila fyrir Ísland.
„Við fórum í það að sækja um íslenskan ríkisborgararétt meira fyrir okkar fjölskylduhagi. Auðvitað með það líka fyrir sjónum að hún gæti spilað fyrir Ísland og þegar það gerist er það ótrúlegt stolt fyrir okkar fjölskyldu. Það er ótrúlega gaman að vera kominn hingað á stórmót í Sviss með hana í liðinu."
Í viðtalinu ræðir Rúnar meðal annars um náið samband Natöshu og Sveindísa Jane Jónsdóttur.
Athugasemdir