Liverpool og City fylgjast með Diomande - Disasi á förum - Panichelli til Englands - Newcastle gæti fengið einn ódýrt
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
   sun 29. júní 2025 15:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Thun
Upplifir fyrsta stórmótið með Íslandi - „Eiginlega engin orð fyrir það"
Icelandair
EM KVK 2025
Hildur Antonsdóttir.
Hildur Antonsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hildur á æfingu í dag.
Hildur á æfingu í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gefur hér ungum aðdáanda eiginhandaráritun.
Gefur hér ungum aðdáanda eiginhandaráritun.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Það eru ótrúlega spennandi tímar framundan," sagði Hildur Antonsdóttir, miðjumaður Íslands, við Fótbolta.net í dag.

Hún er á leið á sitt fyrsta stórmót með Íslandi. „Það er mjög góð tilfinning að vera komin á stórmót."

Það má segja að Hildur hafi blómstrað aðeins seinna en hún vann sér sæti inn í landsliðinu nokkru eftir síðasta Evrópumót og hefur spilað vel síðustu ár og mánuði. Það fór mikil vinna í það að komast á þennan stað.

„Það var mikil orka lögð í að komast á þennan stað. Ég er búin að njóta mín síðan ég fékk tækifæri í landsliðinu og ég held að það sé að skila þessari frammistöðu."

„Ég hef haft þetta á bak við eyrað síðan ég var valin fyrst og hef unnið að þessu. Það er gott að uppskera."

Er þetta ekki líka búið að vera draumur frá því þú varst lítil?

„Jú algjörlega. Þetta hefur verið draumur frá því ég vissi hvað þetta var, frá því ég sá fyrsta landsliðið fara á stórmót. Það er mjög gott að ná því markmiði en ég vil líka gera eitthvað á þessu móti. Það er ekki bara að komast á það, líka að standa sig vel og komast upp úr riðlinum."

Mjög góðir dagar í Serbíu
Stelpurnar eru núna komnar yfir til Sviss eftir góða daga í Serbíu þar sem þær æfðu og funduðu vel fyrir komandi Evrópumót.

„Þeir voru mjög góðir. Það var ótrúlega heitt en samt mjög gott fyrir okkur að venjast hitanum. Koma svo hingað í aðeins lægra hitastig. Við vorum í búbblu og náðum alveg að þétta okkur ótrúlega vel saman," segir Hildur.

Liðið náði að bera sigur úr býtum í æfingaleik við Serbíu; sigur í síðasta leik fyrir EM.

„Við spiluðum þann leik mjög vel. Við settum tóninn með því að byrja af krafti og við þurfum að gera það í næstu leikjum sem koma," sagði Hildur.

Geggjað umhverfi
Stelpurnar komu til Sviss í gær en þær gista á mögnuðu hóteli.

„Það er draumi líkast," sagði Hildur er hún var spurð út í hótelið. „Það eru eiginlega engin orð fyrir það. Þetta er geggjað umhverfi."

„Maður vaknar á morgnana og maður lítur út á vatnið. Það er eins og maður sé í draumi. Þetta getur ekki gefið manni meiri orku. Maður verður svo jákvæður og spenntur fyrir öllu."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.

Leikir Íslands á EM:
2. júlí, Ísland - Finnland
6. júlí, Ísland - Sviss
10. júlí, Ísland - Noregur
Athugasemdir
banner
banner