Liverpool og City fylgjast með Diomande - Disasi á förum - Panichelli til Englands - Newcastle gæti fengið einn ódýrt
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
banner
   sun 29. júní 2025 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Thun
Draumurinn rættist núna eftir svekkjandi tíðindi 2022
Icelandair
EM KVK 2025
Hlín Eiríksdóttir.
Hlín Eiríksdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hlín gefur áritun.
Hlín gefur áritun.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hlín á æfingu Íslands í dag.
Hlín á æfingu Íslands í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Tilfinningin er bara afskaplega góð. Það er frábærar aðstæður hér og ógeðslega góð stemning í hópnum. Veðrið er gott og hótelið er rosalega flott. Það er ekkert sem er hægt að kvarta yfir," sagði Hlín Eiríksdóttir, landsliðskona, í samtali við Fótbolta.net eftir fyrstu æfingu liðsins í Sviss í dag.

Stelpurnar okkar ferðuðust yfir til Sviss í gær og komu sér fyrir á flotta hótelinu sem þær dvelja á næstu daga. Svo tóku þær létta æfingu í dag.

„Þetta er eins og í einhverri bíómynd. Þetta er sjúklega flott," sagði Hlín um hótelið sem liðið gistir á.

„Við fórum aðeins að synda í vatninu í gær sem var ógeðslega næs."

Stelpurnar eru nýkomnar frá Serbíu þar sem þær náðu að æfa vel.

„Við vorum í afmörkuðu og lokuðu umhverfi þar. Við vorum að einbeita okkur að okkur sjálfum og að æfa vel, og að vera saman sem hópur. Það gerði okkur mjög gott," segir Hlín.

Stelpurnar spiluðu æfingaleik við Serbíu og unnu 1-3. Það var gott fyrir liðið að taka sigur þar.

„Já, algjörlega. Ég myndi segja að fyrst og fremst hafi frammistaðan verið jákvæð og hún skilaði okkur sigri á móti góðu liði. Það var mjög margt jákvætt frá föstudeginum."

Draumur að rætast
Núna er farið að styttast í fyrsta leik á Evrópumótinu en þetta er fyrsta mótið sem Hlín fer á. Hún var svekkt að missa af mótinu 2022, en er núna í stóru hlutverki.

„Það er draumur að rætast. Ég var ekki með síðast og þetta er því nýtt fyrir mér. Ég ætla að njóta þess," segir Hlín.

Var svekkjandi að vera ekki með á síðasta móti?

„Það er geggjað að vera að svara því þremur árum seinna, en það var það alveg."

Hún segir geggjað að upplifa þetta með þessum hópi.

„Þetta er ógeðslega skemmtilegur hópur að vera í. Það er mjög augljóst að við erum öll að róa í sömu átt, 23 leikmenn og 24 starfsmenn. Það er ógeðslega gaman að vera hluti af þannig og ég held að við eigum eftir að gera mjög gott mót," sagði Hlín að lokum.

Leikir Íslands á EM:
2. júlí, Ísland - Finnland
6. júlí, Ísland - Sviss
10. júlí, Ísland - Noregur
Athugasemdir
banner