Liverpool og City fylgjast með Diomande - Disasi á förum - Panichelli til Englands - Newcastle gæti fengið einn ódýrt
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
   sun 29. júní 2025 14:34
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Thun
Skelltu sér í sjóinn og fengu góðan mat - „Bara flottara í persónu"
Icelandair
EM KVK 2025
Alexandra Jóhannsdóttir.
Alexandra Jóhannsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Alexandra á æfingu Íslands í dag.
Alexandra á æfingu Íslands í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Ferðalagið í gær gekk bara vel og það er gott að vera loksins komin," sagði landsliðskonan Alexandra Jóhannsdóttir, í samtali við Fótbolta.net í dag. Stelpurnar tóku í dag sína fyrstu æfingu í Sviss eftir að þær flugu þangað frá Serbíu í gær.

Núna tekur við undirbúningur fyrir fyrsta leik á EM sem er gegn Finnlandi. Í Sviss gista stelpurnar á frábæru hóteli.

„Mjög flott hótelið, það er allt til fyrirmyndar. Þetta er eiginlega bara flottara í persónu en það sem maður sá á myndum. Þetta er sturlað flott."

Stelpurnar lentu seint í gær en þær stungu sér meðal annars til sunds á hótelinum.

„Við fórum í vatnið og aðeins að kæla okkur þar. Við borðuðum geggjaðan mat sem Ylfa var búin að græja þegar við lentum. Svo vorum við bara að tjilla."

En hvernig er æfingavöllurinn?

„Þetta er geggjaður völlur og það er allt í toppstandi hérna," sagði Alexandra en liðið fékk frábærar móttökur þegar þær mættu á æfingasvæðið í fyrsta sinn.

„Ég var ekki alveg að búast við þessu. Mjög skemmtilegt. Það voru allir að klappa fyrir okkur þegar við mættum út úr rútunni sem var mjög gaman. Þetta var óvænt en sýnir greinilega að það er mikil stemning fyrir þessu öllu."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan þar sem Alexandra ræðir meðal annars um síðasta leik gegn Serbíu og framhaldið.

Leikir Íslands á EM:
2. júlí, Ísland - Finnland
6. júlí, Ísland - Sviss
10. júlí, Ísland - Noregur



Athugasemdir
banner
banner
banner