Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
Ísland
0
1
Finnland
Hildur Antonsdóttir '58
0-1 Katariina Kosola '70
02.07.2025  -  16:00
Arena Thun
EM kvenna
Dómari: Katalin Kulcsár (Ungverjaland)
Byrjunarlið:
1. Cecilía Rán Rúnarsdóttir (m)
3. Sandra María Jessen ('62)
4. Glódís Perla Viggósdóttir (f) ('46)
6. Ingibjörg Sigurðardóttir
7. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir ('84)
8. Alexandra Jóhannsdóttir
14. Hlín Eiríksdóttir ('54)
16. Hildur Antonsdóttir
18. Guðrún Arnardóttir
20. Guðný Árnadóttir
23. Sveindís Jane Jónsdóttir
- Meðalaldur 27 ár

Varamenn:
12. Telma Ívarsdóttir (m)
13. Fanney Inga Birkisdóttir (m)
2. Berglind Rós Ágústsdóttir
5. Sædís Rún Heiðarsdóttir ('46)
9. Diljá Ýr Zomers
10. Dagný Brynjarsdóttir ('62)
11. Natasha Anasi
15. Katla Tryggvadóttir ('84)
17. Agla María Albertsdóttir ('54)
19. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir
21. Hafrún Rakel Halldórsdóttir
22. Amanda Andradóttir
- Meðalaldur 25 ár

Liðsstjórn:
Þorsteinn Halldórsson (Þ)

Gul spjöld:
Hildur Antonsdóttir ('52)

Rauð spjöld:
Hildur Antonsdóttir ('58)
Leik lokið!
Súrt en sennilega sanngjarnt. Tap í fyrsta leik á EM staðreynd hjá Íslenska liðinu. Við getum talað um þetta rauða spjald og eitt og annað. Staðreyndin er samt sú að þetta var bara ekki nógu gott heilt yfir.

Nú þarf að rífa sig upp og mæta mun beittari í viðureign gegn heimakonum í Sviss á sunnudag.

Viðbrögð frá Sviss væntanleg.
Sverrir Örn Einarsson
97. mín
Hér má sjá þegar Hildur fékk sitt annað gula spjald
96. mín
Sveindís með lúmskt skot frá hægra vítateigshorni en því miður framhjá markinu. Koivunen var ekki viss í markinu.
Sverrir Örn Einarsson
96. mín
Inn:Vilma Koivisto (Finnland) Út:Eveliina Summanen (Finnland)
Sverrir Örn Einarsson
95. mín
Agla María með boltann inn á teiginn, Dagný í hlaupi á fjær en boltinn aðeins of langur
Sverrir Örn Einarsson
91. mín
Katla Tryggvadóttir með skot
Góð sókn Íslands, boltinn berst yfir til hægri þar sem Katla tekur skotið en Anna ver.

Finnar liggja eftir og kvarta svo yfir því að sú ungverska kallar til sjúkraþjálfara.
Sverrir Örn Einarsson
90. mín
Sex mínútur í uppbótartíma
Það er nú eða aldrei.
Sverrir Örn Einarsson
89. mín
Agla María með góða tæklingu beint í boltann við teig Finna. Sú ungverska ekki á sama máli og dæmir Öglu Maríu brotlega.
Sverrir Örn Einarsson
88. mín
Sveindís spörkuð niður en aftur sér Katalin dómari enga ástæðu til þess að dæma nokkuð á það.
Sverrir Örn Einarsson
87. mín
Anna Koivunen sest á völlinn og þarf aðhlynningu. Ætla leyfa mér að efast um að það sé mikið af.
Sverrir Örn Einarsson
86. mín
Dagný og Katla leika sín á milli. Vinna horn.

Finnar skalla frá og fá á einhvern furðulegan hátt innkast þrátt fyrir að hafa sett boltann sjálfar út af.
Sverrir Örn Einarsson
85. mín
Agla María með fast skot af um 20 metra færi. Nokkuð beint á Koivunen sem ver nokkuð þægilega.
Sverrir Örn Einarsson
84. mín
Inn:Katla Tryggvadóttir (Ísland) Út:Karólína Lea Vilhjálmsdóttir (Ísland)
Sverrir Örn Einarsson
82. mín
Tíminn að fljúga frá okkur. Á liðið orku til að koma til baka manni færri?
Sverrir Örn Einarsson
78. mín
Inn:Jutta Rantala (Finnland) Út:Linda Sällström (Finnland)
Sverrir Örn Einarsson
78. mín
Inn:Nea Lehtola (Finnland) Út:Emma Koivisto (Finnland)
Sverrir Örn Einarsson
75. mín
SVEINDÍS!
Sleppur ein í gegn um þétta vörn Finna. Hefur tíma til að leggja boltann fyrir sig en sneiðir boltann framhjá markinu.
Sverrir Örn Einarsson
73. mín
Alltaf finnur hún pláss.
Enn er Kosola að fá boltann úti til vinstri. Leikur inn á teiginn og nær skotinu en sem betur fer svífur boltann vel yfir markið.
Sverrir Örn Einarsson
70. mín MARK!
Katariina Kosola (Finnland)
Finnar skora. Enn er Kosola í boltanum. Fær boltann vinstra megin í teignum alein. Leggur boltann fyrir sig og snýr hann snyrtilega í hornið fjær. Cecilía í boltanum en það var bara ekki nóg.

Mynd: EPA
69. mín
Kosola með skotið sem fer af varnarmanni og afturfyrir. Finnar fá horn.

Natalia Kuikka með skalla eftir hornið en vel framhjá.
Sverrir Örn Einarsson
67. mín
Guðrún Arnardóttir reynir hælspyrnu að marki eftir fyrirgjöf frá hægri en Finnar bjarga í horn.
Sverrir Örn Einarsson
66. mín
Karólína Lea fer illa með Nyström í teig Finna. Kemur boltanum fyrir markið en Finnar bjarga.
Sverrir Örn Einarsson
65. mín
Hröð sókn Íslands
Guðný Árnadóttir geysist upp hægri vænginn. Með tíma og pláss reynir hún fyrirgjöf en Finnar bjarga.
Sverrir Örn Einarsson
63. mín
Myndir
Mynd: EPA

Mynd: EPA

Mynd: EPA

62. mín
Inn:Dagný Brynjarsdóttir (Ísland) Út:Sandra María Jessen (Ísland)
Fækkum í sókninni og þéttum miðju okkar.
Sverrir Örn Einarsson
61. mín
Katalin Kulcsár setur upp glæsilega hindrun fyrir Riu Öling sem keyrir í átt að marki. Blokkar Karólínu frá að komast í hana og nær Öling skoti sem Ingibjörg kemst fyrir.
Sverrir Örn Einarsson
58. mín Rautt spjald: Hildur Antonsdóttir (Ísland)
Hvað gengur á? Fyrir hvað og afhverju? Það hreinlega skilur engin hvað er í gangi.

Fær sitt seinna gula og þar með rautt.

VAR getur ekkert gert þar sem um seinna gula er að ræða.
Sverrir Örn Einarsson
57. mín
Hætta í teig Finna! Þvílíkur darraðardans eftir langt innkast Sveindísar. Ingibjörg með skot sem Koivunen ver. Alexandra með skot í kjölfari sem fer í Koivisto. Ísland kallar eftir hendi en sú finnska fær boltann rakleitt í andlitið.
Sverrir Örn Einarsson
55. mín
Sveindís hreinlega sleginn í grasið en fær ekki neitt!

Katalin Kulcsár illa staðsett og sér ekki neitt
Sverrir Örn Einarsson
54. mín
Inn:Agla María Albertsdóttir (Ísland) Út:Hlín Eiríksdóttir (Ísland)
Sverrir Örn Einarsson
53. mín
Agla María Albertsdóttir er að gera sig klára á hliðarlínunni.
Sverrir Örn Einarsson
52. mín Gult spjald: Hildur Antonsdóttir (Ísland)
Of sein í boltann og tekur Oone Siren niður.
Sverrir Örn Einarsson
49. mín
Linda Sällström kemur sér framhjá Sædísi en á slakt skot sem siglir framhjá marki Íslands.
Sverrir Örn Einarsson
47. mín
Sveindís á hörkuspretti og kemur sér inn á teig Finna sem bjarga með vel tímasettri tæklingu.
Sverrir Örn Einarsson
47. mín
Einar Örn Jónsson segir í útsendingu Rúv að ekki hafi verið um meiðslin sem hrjáðu Glódísi í vetur að ræða heldur sé ástæðan heilsufarslegs eðlis. Með öðrum orðum veikindi
Sverrir Örn Einarsson
46. mín
Síðari háfleikur hafinn
Finnar sparka þessu af stað á ný í annari tilraun.
Sverrir Örn Einarsson
46. mín
Inn:Sædís Rún Heiðarsdóttir (Ísland) Út:Glódís Perla Viggósdóttir (Ísland)
Vond tíðindi í upphafi síðari hálfleiks
Glódís Perla hefur lokið leik í dag.

Vonum innilega að það sé eitthvað smávægilegt og að hún verði klár í næsta leik. Sædís fer í bakvörðinn og Guðrún færist í miðvörðinn.
Sverrir Örn Einarsson
45. mín
Stress í íslenska liðinu?
Mynd: EPA

Sérfræðingar RÚV voru ekki hrifnir af spilamennsku Íslands í fyrri hálfleik og veltu fyrir sér hvort leikmenn væru eitthvað stressaðir.

„Þetta er eina skiptið sem við komum á miðsvæðið og komum okkur í góða stöðu. Fyrir utan það hefur þetta verið rosalega dapurt," sagði Albert Brynjar Ingason þegar eina færi Íslands í fyrri hálfleiknum var skoðað.

„Mér finnst við vera í vandræðum, sérstaklega hægra megin í varnarlínunni. Guðný er í vandræðum og Hlín er ekki að hjálpa henni. Mér finnst við vera bara í miklum vandræðum varnarlega," sagði Adda Baldursdóttir.

„Miðjan hefur ekki hjálpað vörninni finnst mér. Hildur og Alexandra eru í vandræðum með staðsetningar og Finnar hafa bara stýrt þessum leik. Ég veit ekki hvort þetta er stress eða hvað en það þarf miklu meiri ró og yfirvegun," sagði Ólafur Kristjánsson.
45. mín
Hálfleikur
Hálfleikstölfræði Með boltann: Ísland 50% - 50%Finnland
Skot: Ísland 6 - 9 Finnland
Reyndar sendingar: Ísland 164 - 187 Finnland
Heppnaðar sendingar: Ísland 124 - 153Finnland
Vegalengd hlaupin: Ísland 38,6 km - 40,1 km Finnland
Sverrir Örn Einarsson
45. mín
Hálfleikur
Markalaust í hálfleik. Flautað til hálfleiks í Thun í Sviss. Ekki hræðilegur fyrri hálfleikur hér en alls ekki góður heldur. Mikið rými til bætinga hjá Íslenska liðinu en við efumst ekki um að liðið stilli sig betur saman í hálfleik og mæti grimmt út í síðari hálfleikinn.
Sverrir Örn Einarsson
45. mín
Þrjár mínútur í uppbótartíma Finnar með horn. Cecilía sem fyrr grípur boltann.

Mynd: EPA
44. mín
Smá neikvæðni
Alltof margir sendingarfeilar hjá okkar konum í þessum fyrri hálfleik. Það verður eflaust farið yfir það í hálfleik og lagað.
Sverrir Örn Einarsson
43. mín
Það er byrjað að rigna hressilega. Stuðningsmenn Íslands syngja um að rigningin sé góð.
42. mín
Aukin kraftur í leik Íslands
Ná að þrýsta liði Finna djúpt inn á eigin teig. Karólína með fyrirgjöf en Finnar komast fyrir.
Sverrir Örn Einarsson
40. mín
Sandra María!
Hlín heldur boltanum af harðfylgi við miðlínuna hægra megin. Kemur boltanum á Karólínu sem þræðir boltann inn á Sveindísi sem er úti hægra megin. Hún lítur inn á teiginn og sér Söndru Maríu mæta á fjær og finnur hana en Koivisto rennir sér fyrir skot hennar og bjargar.
Sverrir Örn Einarsson
39. mín
Cecilía rís hátt og hirðir boltann.

Öryggið uppmálað.
Sverrir Örn Einarsson
38. mín
Finnar fá hornspyrnu Hreinsun Ingibjargar eftir fyrirgjöf Koivisto fer í hornfánan og afturfyrir.

Mynd: EPA
36. mín
Glódís skokkar aftur inn á eftir að hafa reynt að ná athygli Katalin Kulcsár heillengi.
Sverrir Örn Einarsson
35. mín
Sædís Rún er klár að koma inn á fyrir Glódísi. En Glódís neitar að gefa sig og ætlar aftur inná.
Sverrir Örn Einarsson
33. mín
Aftur er Glódís sest á völlinn.

Púlsinn fer hækkandi.
Sverrir Örn Einarsson
33. mín
Finnar í skyndisókn
Endar með skoti frá Kosola yfir markið.
Sverrir Örn Einarsson
31. mín
Koivisto fær dæmt brot á Sveindísi fyrir að vera of fljót. Ætlaði öxl í öxl við hana en hitti ekki og datt. Katalin Kulcsár dæmir Sveindísi brotlega.
Sverrir Örn Einarsson
Er kominn tími á pizzu? Nú er stutt í hálfleik og fullkominn tími til að panta pizzu til að njóta með seinni hálfleiknum! Kíktu á Dominos.is
30. mín
Oona Siren með skot af talsverðu færi. Nær góðum krafti í skotið en Cecilía ver vel.
Sverrir Örn Einarsson
28. mín
Mynd: EPA

Kraðak í teig Íslands eftir þunga sókn. Sveindís hreinsar að lokum.
27. mín
Lang innkast Sveindísar veldur usla Finnur Glódísi sem er á fyrst á boltann sem dettur niður í teignum. Finnar hreinsa frá en ekki langt og reynir Sandra María skot en Finnar komast fyrir.
Sverrir Örn Einarsson
27. mín
Sveindís vinnur boltann hátt á vellinum. Boltinn færður frá vinstri til hægri yfir á Hlín sem reynir fyrirgjöf en Finnar komast á milli
Sverrir Örn Einarsson
22. mín
Mynd: EPA

Emma Koivisto fer niður í teignum er hún reynir að ráðast á fyrirgjöf frá vinstri. Ekkert á þetta og Ísland á markspyrnu.
20. mín
Glódís mætt til vallar á ný.
Sverrir Örn Einarsson
19. mín
Nei nei nei nei Glódís Perla er sest á völlinn og þarf á aðhlynningu að halda. Það yrði skelfilegt að missa hana af velli. Þorsteinn er mjög áhyggjufullur á hliðarlínunni.

Leggjumst á bæn en Glódís gengur óhaltrandi af velli.
Sverrir Örn Einarsson
18. mín
Anna Koivunen missir boltann klauflega undir sig og gefur Íslandi horn
Sverrir Örn Einarsson
17. mín
Enn er Kosola að ógna fyrir Finna. Nær góðu skoti úr D-boganum. Cecilía kastar sér á boltann og ver glæsilega í horn.

Ekkert kemur upp úr hornspyrnu Finna.
Sverrir Örn Einarsson
13. mín
Katariina Kosola leikur vel inn á völlinn frá vinstri og reynir skotið. Ekki galin tilraun hjá henni sem siglir yfir markið. Cecilía þess utan með skot hennar alveg á hreinu.
Sverrir Örn Einarsson
12. mín
Þrumurnar heyrast vel í sjónvarpsútsendingu frá leiknum.

En þær eiga ekki séns í Víkingaklappið.
Sverrir Örn Einarsson
11. mín
Karólína með skot
Alexandra með skemmtileg tilþrif og klobbar leikmann Finna. Karólína og Sveindís leika svo sín á milli sem endar með skoti frá Karólínu. Reynir að snúa boltann í hornið fær frá vinstri en setur alltof mikinn kraft í skotið sem siglir vel fjarri markinu.
Sverrir Örn Einarsson
10. mín
Svakalegri eldingu brestur niður við völlinn! Stúkan tekur andköf.

Mynd: EPA

8. mín
Ria Öling með hörkuskot eftir ágæta sókn Finna en Cecilia vel staðsett og handsamar boltann.
Sverrir Örn Einarsson
7. mín
Kosola brýst upp vinstri vænginn fyrir Finna og vinnur fyrstu hornspyrnu þeirra.
4. mín
Hornið frá Karólínu innarlega og Anna í marki Finna slær boltann frá. Sandra María fyrst á frákastið og nær skoti en múrinn þéttur og aukaspyrna að lokum dæmd.
4. mín
Það eru eldingar við í kringum völlinn. Það er algeng sjón hérna í Thun, allavega síðustu daga.
4. mín
Finnskt höfuð í boltann og Ísland fær horn.
3. mín Gult spjald: Eva Nyström (Finnland)
Sandra María snúin niður við vítateig Finna og aukaspyrna dæmd.

Hættuleg staða fyrir Ísland. Karó býr sig undir að spyrna inn á teiginn.
1. mín
Leikur hafinn
EM 2025 er hafið! Það eru Finnar sem hefja hér leik. Framundan 90 mínútur af spennu.

ÁFRAM ÍSLAND!

Mynd: EPA
Finnski búningurinn fær góða dóma
Fyrir leik
Þjóðsöngurinn geggjaður, algjör gæsahúð. Íslensku stuðningsmennirnir eru mættir með læti. Núna má þetta byrja!

Mynd: EPA

Fyrir leik
Liðin eru að ganga út. Það er enn fullt af lausum sætum. Á að vera svo gott sem uppselt. Fólk ekki að velga að skila sér nægilega vel þegar sex mínútur eru í leik.
Fyrir leik
Liðin eru klár í göngunum og eru að fara að labba út!
Fyrir leik
Þétt liðsheild Það er gríðarlega góður andi í íslenska hópnum og maður finnur vel fyrir stemningunni með því að vera í kringum liðið. Núna er kominn tími á það að byrja Evrópumótið af krafti og ná í annan sigur íslenska kvennalandsliðsins á stórmóti. Koma svo!

Mynd: EPA
Fyrir leik
Gríðarlegur hiti Það er búið að vera gríðarlegur hiti í Thun í dag, en núna þegar líður á kvöldið þá er aðeins byrjað að kólna. Maður hefur vanist því hérna úti að það er ekki langt í rigninguna í þessum mikla hita svona nálægt ölpunum.
Fyrir leik
Það styttist í þetta! Bæði lið eru farin inn í klefa, upphitun er lokið. Núna styttist í stóru stundina. Stuðningsmenn Íslands láta vel í sér heyra!
Fyrir leik
Góð stemning Það er að myndast góð stemning á Stockhorn Arena. Íslenskir stuðningsmenn hafa fjölmennt á völlinn. Þeir ætla að vera í sérflokki eins og á síðustu mótum.

Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrir leik
Þorsteinn Halldórsson fyrir leikinn
Fyrir leik
Alexandra Jóhannsdóttir í viðtali við RÚV
Fyrir leik
Íslendingar bjartsýnir

Fyrir leik
Sama lið og gegn Serbíu Það er svo sem ekkert óvænt í þessu. Þetta er sama byrjunarlið og gegn Serbíu í vináttulandsleiknum um daginn.

Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Fyrir leik
Svona er byrjunarlið Íslands í dag!
Mynd: Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrir leik
Stuðningsmenn Íslands hafa verið að hita upp í Sviss frá því eldsnemma í morgun
Mynd: EPA

Mynd: EPA

Mynd: EPA

Fyrir leik
Ísland hefur bara einu sinni farið upp úr riðlinum Maður finnur fyrir því að það eru ákveðnar væntingar hjá íslenskum stuðningsmönnum að liðið fari upp úr riðlinum á EM í ár. Við sluppum við stórliðin og erum í dauðafæri að gera góða hluti á þessu móti.

Það ber þó að nefna að Ísland hefur bara einu sinni farið upp úr riðlinum í fjórum tilraunum. Það gerðist í Svíþjóð 2013 þegar Dagný Brynjarsdóttir gerði sigurmark gegn Hollandi í lokaleik riðilsins.

Núna er kominn tími á það að við förum aftur upp úr riðlinum og þá er gott að byrja á sigri gegn Finnlandi í dag.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Viðtöl í aðdraganda mótsins Fótbolti.net hefur fylgt liðinu bæði til Serbíu og Sviss í aðdraganda mótsins en hér fyrir neðan má sjá öll viðtölin sem hafa verið tekin á síðustu dögum.





















Fyrir leik
Svona er riðill Íslands á mótinu Ísland
Finnland
Noregur
Sviss

Af þessum liðum er Ísland efst á styrkleikalista FIFA. Ísland er í 14. sæti listans, Noregur í 16. sæti, Sviss er í 23. sæti og Finnland er neðst í 26. sæti. Ef við ætlum okkur að gera einhverja hluti á þessu móti, þá er mikilvægt að taka góð úrslit úr þessum leik.

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Fyrir leik
LEIKDAGUR! Góðan daginn kæru lesendur og verið velkomnir í beina textalýsingu frá leik Íslands og Finnlands. Þetta er fyrsti leikurinn hjá stelpunum okkar á EM í Sviss en um er að ræða afar mikilvægan leik.

Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarlið:
1. Anna Koivunen (m)
3. Eva Nyström
4. Ria Öling
5. Emma Koivisto ('78)
6. Joanna Tynnila
9. Katariina Kosola
13. Oona Siren
15. Natalia Kuikka
17. Sanni Franssi
18. Linda Sällström ('78)
20. Eveliina Summanen ('96)

Varamenn:
12. Anna Tamminen (m)
23. Tinja-Riikka Korpela (f) (m)
2. Vilma Koivisto ('96)
7. Anni Hartikainen
8. Olga Ahtinen
10. Emmi Siren
11. Nora Heroum
14. Heidi Kollanen
16. Nea Lehtola ('78)
19. Maaria Roth
21. Oona Sevenius
22. Jutta Rantala ('78)

Liðsstjórn:
Marko Saloranta (Þ)

Gul spjöld:
Eva Nyström ('3)

Rauð spjöld: