Liverpool vill Guehi næsta sumar frekar en að gera janúartilboð - Man Utd dreymir um að fá McTominay aftur - Everton hefur áhuga á leikmönnum Man Utd
   þri 30. desember 2025 08:45
Elvar Geir Magnússon
Liverpool bíður eftir Guehi - Man Utd dreymir um að fá McTominay aftur
Powerade
Marc Guehi, varnarmaður Crystal Palace og enska landsliðsins.
Marc Guehi, varnarmaður Crystal Palace og enska landsliðsins.
Mynd: EPA
Man Utd dreymir um að fá McTominay aftur.
Man Utd dreymir um að fá McTominay aftur.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Það verða sex leikir í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Það er komið að næstsíðasta slúðurpakka ársins en við þökkum kærlega fyrir lesturinn á árinu sem er að líða.

Liverpool vill frekar bíða til sumars með að fá Marc Guehi (25) frá Crystal Palace en að gera janúartilboð í miðvörðinn. (Mail)

Manchester United dreymir um að fá skoska miðjumanninn Scott McTominay (29) aftur á Old Trafford frá Napoli. (Caught Offside)

Bournemouth vill fá velska framherjann Brennan Johnson (25) frá Tottenham ef Antoine Semenyo (25) yfirgefur félagið í janúarglugganum. (Sky Sports)

Crystal Palace vill einnig fá Johnson og undirbýr 35 milljóna punda tilboð í hann. (Mail)

Bournemouth hefur einnig áhuga á ganverska vængmanninum Abdul Fatawu (21) hjá Leicester. Crystal Palace, Everton og Sunderland hafa áður sýnt honum áhuga. (Mail)

Barcelona vill argentínska miðvörðinn Marcos Senesi (28) sem verður samningslaus hjá Bournemouth næsta sumar. (Sport)

Everton íhugar að gera lánstilboð í tvo leikmenn Manchester United; miðjumanninn Kobbie Mainoo (20) og framherjann Joshua Zirkzee (24). (i Paper)

Úlfarnir hafa áhuga á kanadíska varnartengiliðnum Niko Sigur (22) hjá króatíska félaginu Hajduk Split. (Fabrizio Romano)

Bandaríska félagið Chicago Fire vill fá pólska sóknarmanninn Robert Lewandowski (37) frá Barcelona. MLS-félagið fær samkeppni frá Fenerbahce í Tyrklandi og félögum í Sádi-Arabíu. (Bild)

Conor Gallagher (25) er líklegu til að yfirgefa Atletico Madrid í janúar en Manchester United, Tottenham og Newcastle hafa áhuga á enska miðjumanninum. (Teamtalk)

Everton útilokar að gera tilboð í norska framherjann Jörgen Strand Larsen (25) hjá Wolves en hann hefur einnig verið orðaður við West Ham. (Football Insider)

Leeds hefur blandað sér í baráttu við Flamengo um argentínska framherjann Taty Castellanos (27) hjá Lazio. (Calcio Mercato)

Manchester United, Arsenal, Newcastle og Brentford eru öll með auagastað á vængmanninum Bazoumana Toure (19) hjá Hoffenheim. (Caught Offside)
Athugasemdir
banner