Man Utd á eftir De Ligt - Greenwood eftirsóttur - Olise nálgast Chelsea - Mourinho vill fá Lindelöf
„Farin að sýna okkur það sem ég hef vitað að hún hefur getað síðan hún var 14 ára”
Óli Kristjáns: Þetta voru „freak" mörk
Arnar Grétarsson: Alltof mikið reynt að svindla
Er Valur Arsenal? - „Með svo marga einstaklinga sem geta meitt mann"
Svekktur að tapa leiknum svona - „Once in a lifetime mark“
Skoraði eitt mark sumarsins og hélt hreinu - „Helluð tilfinning“
Mikilvægt að halda í fallegar hefðir - „Mjög stór fígura í sögu Fjölnis“
„Himinlifandi, hamingjusamur og ánægður með sigurinn“
Kristján: Við töpuðum á móti liði sem spilaði miklu betur en við í dag
Sandra María búin að brjóta hundrað marka múrinn í efstu deild
Dragan hélt langa ræðu í klefanum eftir leikinn - „Þetta er bannað"
Virðir stigið á Dalvík - „Fékk högg í kúlurnar og var að drepast"
J. Glenn: Frá okkar bæjardyrum séð leit þetta út eins og víti
Guðni: Held að við séum ekki beint að horfa á toppsætið
Með verk upp í geirvörtur eftir högg í punginn - „Bjóst ekki við króknum"
Halli Hróðmars: ég tel að við séum með hóp sem jafnast á við bestu liðin í deildinni
Anton Ingi: Stelpurnar spila fyrir félagið og Grindavík
Hugsaði um að fara í Breiðablik en fór frekar til Hollands
Rúnar Páll: Víkingur refsar þegar þeir fá tækifæri til þess
Danijel Djuric: Ástin sem ég fæ hérna er ómetanleg
   fim 16. maí 2024 22:33
Anton Freyr Jónsson
Rúnar Páll: Þetta var kærkomið
Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis
Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Ótrúlega gaman að vinna fótboltaleiki, langt síðan síðast, skoruðum líka fín mörk og það var bara mjög ánægjulegt og ágæt frammistaða svona að mörgu leyti." voru fyrstu viðbrögð Rúnars Páls Sigmundssonar en Fylkismenn eru komnir áfram í Mjólkurbikar karla eftir 3-1 sigur á HK


Lestu um leikinn: Fylkir 3 -  1 HK

Fylkismenn lentu undir í leiknum en náðu að svara því mjög fljótlega með þremur góðum mörkum.

„Við náðum að jafna fljótt aftur og settum bara tvö mörk fljótlega eftir það þannig það hafði engin áhrif á okkur en dapurt á fá þetta mark á sig"

„Við vorum að spila ágætlega út á velli og gerðum þetta ágætlega, svona síðustu 10 mínúturnar í fyrri hálfleik smá kæruleysi en við silgdum þessum leik heim og gerðum það bara fínt."

Fylkir fór með 3-1 forskot inn í hálfleik og silgdu þessu hægt og rólega heim í þeim síðari þrátt fyrir nokkur áhlaup HK

„Þetta var bara fínt og gaman líka fyrir strákanna að vinna fótboltaleik, það er langt síðan það gerðist og það vonandi bara gefur okkur aukið sjálfstraust og líka tilfinning að vinna leiki þannig þetta var bara kærkomið."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner