Kobbie Mainoo, Antoine Semenyo, Brennan Johnson, Marcus Rashford og fleiri koma við sögu
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
banner
   fim 16. maí 2024 22:33
Anton Freyr Jónsson
Rúnar Páll: Þetta var kærkomið
Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis
Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Ótrúlega gaman að vinna fótboltaleiki, langt síðan síðast, skoruðum líka fín mörk og það var bara mjög ánægjulegt og ágæt frammistaða svona að mörgu leyti." voru fyrstu viðbrögð Rúnars Páls Sigmundssonar en Fylkismenn eru komnir áfram í Mjólkurbikar karla eftir 3-1 sigur á HK


Lestu um leikinn: Fylkir 3 -  1 HK

Fylkismenn lentu undir í leiknum en náðu að svara því mjög fljótlega með þremur góðum mörkum.

„Við náðum að jafna fljótt aftur og settum bara tvö mörk fljótlega eftir það þannig það hafði engin áhrif á okkur en dapurt á fá þetta mark á sig"

„Við vorum að spila ágætlega út á velli og gerðum þetta ágætlega, svona síðustu 10 mínúturnar í fyrri hálfleik smá kæruleysi en við silgdum þessum leik heim og gerðum það bara fínt."

Fylkir fór með 3-1 forskot inn í hálfleik og silgdu þessu hægt og rólega heim í þeim síðari þrátt fyrir nokkur áhlaup HK

„Þetta var bara fínt og gaman líka fyrir strákanna að vinna fótboltaleik, það er langt síðan það gerðist og það vonandi bara gefur okkur aukið sjálfstraust og líka tilfinning að vinna leiki þannig þetta var bara kærkomið."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.


Athugasemdir