Arsenal og Tottenham hafa áhuga á Kean - Man Utd sýndi Fermín López áhuga - Jota orðaður við Arsenal
Tími kominn til að taka skrefið - „Hitti hann á göngugötunni á Tenerife"
„Pældi bara í því sem var á borðinu og Víkingur var númer eitt"
Ánægður með Þungavigtarbikarinn: Öðruvísi að hafa æfingaleikina sem mót
Dóri Árna: Erum í leit að hafsent og senter
Óli Valur skoraði gegn gömlu félögunum: Virkilega gaman, toppmenn
Markus Nakkim: Besta ákvörðunin fyrir mig að koma til Íslands
Unnur skiptir um félag í fyrsta sinn - „Þurfti á þessu að halda"
„Einhver áhugi en Stjarnan var alltaf að fara að vera valin"
Óskar Hrafn um félagskiptamarkaðinn: Verðum ekki mjög aktívir
Gylfi hefur heyrt í Arnari: Samband okkar hefur ekkert breyst
Sölvi Snær á varnaræfingum KSÍ: Fer betri leikmaður útaf þessum æfingum
Jörundur Áki: Þeir hafa margt fram að færa sem krakkarnir geta lært af
Hugurinn leitaði heim eftir góð ár í Árbæ - „Var svolítið ákveðin"
Norðurálsmótið 40 ára í sumar
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
   fim 16. maí 2024 22:31
Sölvi Haraldsson
Besta frammistaða sumarsins - „Það skellihlógu allir“
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mér fannst við spila mjög vel í dag. Leikurinn spilaðist nokkurnveginn eins og við vildum. Mér fannst við gera þetta frábærlega og ég er virkilega ábægður í dag.“ sagði Jökull I Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, eftir 5-3 sigur Stjörnunnar í bikarnum á KR.


Lestu um leikinn: Stjarnan 5 -  3 KR

Jökull telur að Stjarnan hafi verið betri aðilinn í kvöld þrátt fyrir mörkin hjá Benoný undir lokin.

Mér fannst við töluvert sterkari aðilinn í fyrri hálfleik fyrir utan kannski seinustu 10 mínúturnar. Fram að því fannst við vera frábærir. Markið þeirra kemur úr föstu leikatriði þegar Gummi Kristjáns er fyrir utan völlinn. En í seinni hálfleik fannst mér við bara halda áfram og gera ótrúlega vel. En þeir ná að skora þessi mörk í lokin. Þeir höfðu engu að tapa og bara eðlilegt að setja smá pressu á okkur.

Það var ekki komið neitt stress í þjálfara Stjörnunnar þegar Benoný skoraði tvö mörk á tveimur mínútum og þegar Gunnar Oddur, fjórði dómari, tilkynnti að það væri 6 mínútur í uppbótartíma.

Nei það var ekkert stress. Maður vissi að það myndi vera mikið í uppbót. Bara frábært að þeir (dómararnir) gerðu það. Það var búið að vera mikið af töfum og menn að liggja. Það er alltaf að gaman þegar þeir bæta öllu því við. En það var ekkert stress. Jafnvel ef þeir myndu jafna. Þá myndum við bara fara með sjálfstraust inn í framlenginuna eins og frammistaðan okkar var búin að vera.

Adolf Daði kom inn á af bekknum og kláraði leikinn í lokin með marki á 98. mínútu.

Bara skemmtilegasta atvik leiksins. Hann hefur verið svolítið sveltur á mínútum undanfarið. Það var bara geggjað að sjá þetta mark. Ég lýsi því best þannig að allir leikmenn og allir á bekknum glöddust ekki bara heldur skellihlógu allir. Yndislegt.

Hilmar Árni fór útaf eftir 5 mínútnaleik og menn lágu oft niðri og þurftu aðhlynningu í kvöld.

Staðan á Hilmari er þannig að hann spilar ekki næsta leik. Við eigum eftir að sjá hvaða áhrif það hefur á leikina eftir það. Aðrir eru í lagi.“

Jökull telur að leikurinn við KR í kvöld hafi verið besta frammistaða sumarsins til þessa.

„Þessi leikur er heilt yfir líklega besta frammistaðan í sumar. Það er bara mikill stígandi í liðinu. Við höldum bara áfram. Áhorfendurnir voru líka bara sturlaði í dag.“ sagði Jökull að lokum.

Viðtalið við Jökul má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner