Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   mán 03. janúar 2022 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Heimild: Víkurfréttir 
„Ég var ekki að fíla mig í liðinu og gæðin þar voru hræðileg"
Elías Már Ómarsson
Elías Már Ómarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenski framherjinn Elías Már Ómarsson ræddi veruna í Hollandi og lífið hjá franska liðinu Nimes í viðtali við Jóhann Pál Kristbjörnsson hjá Víkurfréttum á dögunum.

Nimes keypti Elías Má frá hollenska félaginu Excelsior í sumarglugganum en hann skoraði 25 mörk í 41 leik fyrir hollenska B-deildarfélagið á síðasta tímabili.

Hann segist ekki hafa fundið sig í Hollandi og segir gæðin hræðileg.

,Það var þokkalegt, ég spilaði vel og skoraði mikið – en ég er bara ánægður að vera loksins komin burt frá Hollandi. Ég var ekki að fíla mig í liðinu og gæðin þar voru hræðileg," sagði Elías við Víkurfréttir.

Hann hefur skorað 4 mörk í 17 leikjum með Nimes á þessari leiktíð og er enn að koma sér í hlutina en meiðsli hafa sett smá strik í reikninginn.

„Eftir að ég kom til Frakklands hef ég verið að koma mér meira og meira inn í hlutina hérna. Það talar náttúrlega nánast engin ensku þannig ég þarf bara að fara í frönskukennslu svo ég skilji þetta fólk. Ég lenti í smá meiðslum, meiddist smá í læri, og missti af einhverjum fjórum leikjum þannig það hefur tekið mig aðeins lengri tíma en ég vonaðist til að aðlagast fótboltanum hérna – en það fer að koma að því að ég aðlagist 100%," sagði hann ennfremur.

Spurningarnar í viðtalinu einblíndu svolítið á jólin og var hann spurður út smákökubakstur en þar talaði hann um áhuga sinn á bakstri.

„Ég var nú ekkert mikið í því í ár en ég hef samt rosalega gaman að því að baka og ég hef alltaf haldið mikið upp á Daim-kökurnar," sagði Elías.
Athugasemdir
banner
banner
banner