Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   mið 03. apríl 2024 21:06
Brynjar Ingi Erluson
Arteta: Við viljum vera á toppnum
Mikel Arteta
Mikel Arteta
Mynd: John Walton
Mikel Arteta, stjóri Arsenal á Englandi, var ánægður með gott dagsverk gegn Luton en liðið hafði 2-0 sigur og kom sér aftur á toppinn í ensku úrvalsdeildinni.

Fast skot Martin Ödegaard og sjálfsmark gestanna skilaði góðum sigri á annars baráttuglöðu liði Luton.

Arsenal hélt aftur hreinu og er nú með 68 stig á toppnum, einu stigi meira en Liverpool.

„Við náðum aðeins að hressa upp á liðið og gera nokkrar breytingar. Þessir sem komu inn gerðu mjög vel. Við skoruðum tvö góð mörk, en ég verð samt að hrósa Luton sem er mjög gott lið og ótrúlega erfitt að spila gegn þeim. Okkur tókst samt aftur að halda hreinu og vinna, síðan spilum við aftur eftir nokkra daga.“

„Þegar þú ert með hóp þá þurfa leikmenn að spila. Við verðum að taka þessar ákvarðanir og framlagið þeirra til liðsins var virkilega gott. Núna náum við endurheimt og keyrum aftur á þetta, því næst er það Brighton á útivelli,“
sagði Arteta sem hrósaði Luton.

„Sem stjóri eru alltaf að horfa á þetta og greina hlutina. Þeir gera manni erfitt fyrir og þeim ber að hrósa fyrir það. Ég óska þeim alls hins besta því þetta er mjög viðkunnanlegt lið.“

Arsenal er á toppnum í bili eða alla vega í einn sólarhring. Liverpool getur endurheimt toppsætið á morgun er liðið mætir Sheffield United.

„Við viljum vera á toppnum og það eina sem við getum gert er að vinna leikina okkar,“ sagði Arteta enn fremur.
Athugasemdir
banner
banner