Bayern hefur áhuga á Bruno - Man Utd ætlar að bjóða í Branthwaite - Frank og McKenna orðaðir við stjórastarfið á Old Trafford
banner
   mán 29. apríl 2024 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Meistaradeild kvenna: Svakalegur úrslitaleikur framundan
Mynd: Getty Images
Sigursælasta kvennalið í sögu Meistaradeildar Evrópu, Lyon, mun mæta Barcelona í úrslitum keppninnar í ár eftir að liðið vann Paris Saint-Germain, 2-1, í gær og samanlagt 5-3 úr leikjunum tveimur.

Selma Bacha, sem er með einn besta vinstri fót í kvennaboltanum, skoraði geggjað mark á 3. mínútu leiksins eftir vel útfærða hornspyrnu.

Hornspyrnan var tekin stutt. Bacha fékk boltann, keyrði í átt að vítateignum og skaut föstu skoti neðst í hægra hornið.

Tabitha Chawinga jafnaði metin undir lok fyrri hálfleiks. Hún fékk boltann vinstra megin í teignum og lét vaða á fjær. Afar einfalt og PSG komið aftur inn í einvígið.

Daelle Melche Dumornay gerði út um vonir PSG með stórkostlegu liðsmarki. Fyrirgjöfin kom frá hægri inn á teiginn og var það Amel Majri sem gaf hælsendingu á Dumornay sem skoraði örugglega í netið og kom Lyon í úrslitaleikinn.

Lyon, sem hefur unnið keppnina oftast allra liða eða átta sinnum, mætir Barcelona, sem er í dag besta lið Evrópu, í úrslitum. Óhætt að segja að þetta verði einn svakalegasti úrslitaleikur síðustu ára.
Athugasemdir
banner
banner
banner