Bayern hefur áhuga á Bruno - Man Utd ætlar að bjóða í Branthwaite - Frank og McKenna orðaðir við stjórastarfið á Old Trafford
   mán 29. apríl 2024 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Hrósaði Romero og skaut á aðra leikmenn
Cristian Romero
Cristian Romero
Mynd: Getty Images
Argentínski miðvörðurinn Cristian Romero fékk stórt hrós frá ástralska stjóranum Ange Postecoglou eftir 3-2 tap Tottenham gegn Arsenal í gær.

Romero skoraði fyrra mark Tottenham í leiknum og var honum hrósað sérstaklega fyrir baráttuandann í leiknum.

Postecoglou var greinilega ekki hrifinn af öllum þeim sem spiluðu þennan leik en hann hrósaði ekki bara Romero heldur skaut á nokkra aðra leikmenn í leiðinni.

„Algerlega stórkostlegur og með hugarfar leikmanns sem hefur unnið HM. Ég verð að koma því sem hann hefur yfir í nokkra af hinum strákunum,“ sagði Postecoglou.

Vonir Tottenham um að komast í Meistaradeild á næstu leiktíð fara minnkandi. Aston Villa er í 4. sætinu með 7 stiga forystu en Tottenham á tvo leiki til góða.

Tottenham á hins vegar eftir að mæta Chelsea, Liverpool, Manchester City og Newcastle United en þrír þeirra eru spilaðir á útivelli.

Athugasemdir
banner
banner
banner