Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
banner
   mið 03. apríl 2024 11:53
Elvar Geir Magnússon
Búið að handtaka Rubiales
Mynd: EPA
Luis Rubiales, fyrrum forseti spænska fótboltasambandsins, hefur verið handtekinn vegna rannsóknar á spillingarmálum.

Hann er grunaður um að hafa þegið ólögleg þóknun þegar hann samdi um að um spænska Ofurbikarkeppnin færi fram í Sádi-Arabíu.

Rubiales var handtekinn þegar hann steig út úr flugvél í Madríd en hann var að koma frá Dóminíska lýðveldinu. Fleiri handtökur hafa verið framkvæmdar vegna málsins.

Rubiales er undir annarri rannsókn fyrir kynferðislega áreitni þegar hann kyssti Jenni Hermoso á munninn eftir úrslitaleik HM síðasta sumar.

Rubiales segist ekki hafa gert neitt rangt en var neyddur til að segja af sér.
Athugasemdir
banner
banner
banner