Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   mið 03. apríl 2024 22:08
Brynjar Ingi Erluson
Foden fær fullt hús stiga frá Sky - Þrír leikmenn Arsenal fá 8
Phil Foden var aðalmaðurinn í kvöld
Phil Foden var aðalmaðurinn í kvöld
Mynd: Getty Images
Emile Smith Rowe og Martin Ödegaard voru frábærir
Emile Smith Rowe og Martin Ödegaard voru frábærir
Mynd: EPA
Phil Foden var besti maður vallarins í 4-1 sigri Manchester City á Aston Villa á Etihad í kvöld en Sky Sports gefur honum fullt hús stiga eða tíu í einkunn!

Foden skoraði aðra þrennu sína á tímabilinu. Fyrsta gerði hann úr aukaspyrnu, áður en hann skoraði annað með viðstöðulausu skoti í stöng og inn. Englendingurinn fullkomnaði þrennu sína með glæsilegu marki fyrir utan teig.

Foden fær hæstu einkunn í liði Man City. Hann fær 10 en næstu menn á eftir honum voru Rodri, sem fékk 9, og þá fékk Rico Lewis 8 fyrir sína frammistöðu.

Goal gefur þremur leikmönnum Arsenal 8 í einkunn fyrir frammistöðuna í 2-0 sigrinum á Luton á Emirates-leikvanginum.

Martin Ödegaard, Emile Smith Rowe og Ben White fá allir 8. Ödegaard skoraði fyrsta markið og þá lagði Smith Rowe upp annað markið, sem reyndist vera sjálfsmark hjá Daiki Hashioka.

Man City:Ortega (7), Lewis (8), Akanji (6), Dias (6), Gvardiol (6), Rodri (9), Bernardo (7), Foden (10), Doku (7), Alvarez (7), Grealish (7).
Varamenn: Kovacic (6), Nunes (6), Bobb (6), Gomez (6).

Aston Villa: Olsen (6), Konsa (6), Diego Carlos (6), Lenglet (6), Digne (5), Iroegbunam (6), Douglas Luiz (5), Rogers (6), Diaby (6), Duran (6), Zaniolo (6).
Varamenn:Tielemans (6), Chambers (5), Bailey (6), Moreno (6), Kellyman (6).



Einkunnir Arsenal gegn Luton: Raya (6), White (8), Saliba (7), Gabriel (7), Zinchenko (7), Partey (7), Smith Rowe (8), Ödegaard (8), Trossard (6), Havertz (7), Nelson (6).
Varamenn: Rice (6), Nketiah (6), Tomiyasu (6), Martinelli (5).



Brentford: Flekken (7), Ajer (8), Zanka (7), Collins (8), Roerslev (6), Jensen (7), Yarmolyuk (6), Janelt (6), Lewis-Potter (6), Toney (7), Wissa (6).
Varamenn: Damsgaard (6), Reguilon (7), Mbeumo (6), Onyeka (n/a).

Brighton: Verbruggen (6), Veltman (8), Dunk (7), Van Hecke (7), Julio (7), Gross (8), Baleba (6), Buonanotte (6), Lallana (6), Adingra (7), Pedro (7).
Varamenn: Enciso (7), Welbeck (5), Lamptey (6), Moder (n/a).
Athugasemdir
banner
banner
banner