Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   þri 04. janúar 2022 12:00
Elvar Geir Magnússon
Ferdinand nefndi fimm Man Utd menn sem eru langt frá sínu besta
Sancho hefur ekki sýnt það sama og hann sýndi hjá Dortmund.
Sancho hefur ekki sýnt það sama og hann sýndi hjá Dortmund.
Mynd: Getty Images
Rio Ferdinand ræddi um Manchester United í FIVE hlaðvarpinu eftir 0-1 tapið gegn Úlfunum í gær. Hann segir margt sem þurfi að bæta.

Hann ræddi meðal annars um frammistöðu einstakra leikmanna og nefni fimm leikmenn sem hann telur að séu að spila langt frá sínu besta.

„Við höfum ekki séð Sancho sem var hjá Dortmund, Rashford er skugginn af sjálfum sér, Cavani er ekki að finna sig af alvöru, Wan-Bissaka er án sjálfstrausts og Maguire skortir líka sjálfstraust," sagði Ferdinand.

„Ég bíð eftir því að einstaklingarnir stígi upp og það er lykilatriði. Ég hélt að menn myndu lyftast upp og finna sig betur þegar nýr stjóri kom inn."

„Marcus Rashford kom af bekknum og maður býst við því að hann komi inn með flugi og bæti einhverju inn í leikinn. Hann tapaði boltanum nokkrum sinnum og líkamstjáningin þegar það gerðist er ekki eitthvað sem þú vilt sjá. Það spilar kannski inn í að hann er óánægður með að byrja ekki en það verður að setja það til hliðar. Þegar þú ert settur út úr liðinu þarftu að sanna þig þegar þú ert settur inn."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner