Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   fim 04. apríl 2024 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Æfingaleikur: Varamenn FH sáu um Þrótt
Gyrðir Hrafn skoraði tvö fyrir FH
Gyrðir Hrafn skoraði tvö fyrir FH
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH vann Þrótt R., 3-0, í síðasta æfingaleik FH-inga fyrir nýtt keppnistímabil en leikurinn fór fram í Laugardalnum.

Staðan var markalaus í hálfleik en FH-ingar settu þá Björn Daníel Sverrisson, Guðjón Pétur Lýðsson, Finn Orra Margeirsson og Gyrði Hrafn Guðbrandsson inn í hálfleik.

Gyrðir skoraði í byrjun síðari hálfleiks áður en Vuk Oskar Dimitrijevic tvöfaldaði forystuna með marki úr vítaspyrnu sem hann fiskaði sjálfur.

Gyrðir gulltryggði sigurinn með öðru marki sínu áður en leikurinn var úti.

Byrjunarlið Þróttar: Þórhallur Guðmundsson, Eiríkur Þorsteinsson Blöndal, Hlynur Þórhallsson, Emil Einarsson, Birkir Björnsson, Jörgen Petersen, Kári Kristjánsson, Kostiantin Iaroshenko, Sigurður Steinar Björnsson, Cristofer Rolin, Viktor Andri Hafþórsson.

Byrjunarlið FH: Sindri Kristinn Ólafsson, Ástbjörn Þórðarson, Dusan Brkovic, Ísak Óli Ólafsson, Ólafur Guðmundsson, Böðvar Böðvarsson, Baldur Kári Helgason, Logi Hrafn Róbertsson, Kjartan Kári Halldórsson, Sigurður Bjartur Hallsson, Arnór Borg Guðjohnsen.

Breiðablik er fyrsti mótherji FH-inga í Bestu deildinni en liðin eigast við á Kópavogsvelli á mánudag.

Veistu úrslit úr æfingaleikjum?
Ef þú hefur upplýsingar um úrslit æfingaleikja og markaskorara endilega sendu okkur þá tölvupóst á [email protected] eða settu úrslitin á Twitter og merktu #fotboltinet
Athugasemdir
banner
banner