Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
Gregg Ryder svekktur: Guy þarf að vera ofarlega á vellinum
Dóri skýtur á fyrrum lærisvein: Fannst Wöhlerinn dýfa sér
Leið eins og í Keanu Reeves mynd - „Serbinn þarf bara aðeins að róa sig“
Axel urðaði yfir Patrik - „Bara ástríða"
Damir: Ekki sama þegar einhver er að meiða liðsfélaga minn viljandi
Aron Elís um vítaspyrnudóminn: Hann rænir upplögðu marktækifæri og það er bara rautt spjald
Haddi: Við eigum mögulega að fá 2-3 víti
Arnar Gunnlaugs: Hann hefði örugglega getað dæmt fleiri víti
„Þetta er eiginlega nýtt sport sem maður þarf að venjast“
Brjálaður út í dómgæsluna - „Algjörlega úr takt við leikinn“
Benedikt Warén: Verðum að gera þetta að heimavellinum okkar
Heimir Guðjóns um átökin: Verður að vera klár í baráttu
Ómar Ingi: Eitthvað sem er ekki hægt að bjóða uppá
Davíð Smári: Algjör iðnaðarsigur - Við erum ein heild
Leist langbest á Fylki: Erfið ákvörðun en ég stend með henni
Gunnar Magnús: Vikan á heimilinu verður eitthvað sérstök
Jóhann Kristinn: Ómetanlegt að hafa markaskorara eins og Söndru
Guðni Eiríks: Þetta var ekki 4-0 leikur
Eva Rut: Skítamark úr horni
Sigurborg Katla: Hamingja í vatninu
   fim 04. apríl 2024 18:09
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Mikið í gangi" hjá Arnóri á sunnudaginn - „Þeir vita sem vita hvað ég get í fótbolta og hef gert"
'Það er því mikið í gangi á sama tíma, en ég verð klár'
'Það er því mikið í gangi á sama tíma, en ég verð klár'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnór Smárason og Gylfi Þór Sigurðsson mætast líklega aftur á laugardaginn.
Arnór Smárason og Gylfi Þór Sigurðsson mætast líklega aftur á laugardaginn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þeir vita sem vita hvað ég get í fótbolta og hef gert
Þeir vita sem vita hvað ég get í fótbolta og hef gert
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Fyrst og fremst viljum við skapa stöðugleika uppi á Skaga aftur. Þetta er búið að vera mikið jójó í alltof langan tíma.
Fyrst og fremst viljum við skapa stöðugleika uppi á Skaga aftur. Þetta er búið að vera mikið jójó í alltof langan tíma.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Það var alls ekki spurning hvort ég myndi taka slaginn eða ekki, ég var alltaf klár í það. Á þessum aldri tekur maður eitt ár í einu og eftir síðasta tímabil þá fannst mér ég klárlega eiga að halda áfram. Við förum upp, stuð og stemning og ég vil klárlega vera með í þessari vegferð," sagði Arnór Smárason, fyrirliði ÍA, í viðtali við Fótbolta.net sem tekið var á þriðjudag.

Arnór var í lengra viðtali í Niðurtalningunni sem nálgast má í spilaranum neðst. Hann er 35 ára miðjumaður sem uppalinn er á Skaganum og spilar á sunnudaginn sinn fyrsta leik fyrir ÍA í efstu deild.

„Það er tilhlökkun, æðislegt, að spila fyrir uppeldisfélagið í efstu deild er eitthvað sem ég hef aldrei gert. Að gera það á 36. ári í fyrsta skipti er sérstakt. Skrokkurinn er í fínu standi, ég er búinn að koma mér vel í gegnum undirbúningstímabilið og er bara klár í fyrsta leik."

Það er Valur í fyrsta leik, verður öðruvísi fyrir þig sem fyrrum leikmann Vals að mæta þeim?

„Já, en bara fyrst og fremst rosalega skemmtilegt að vera fara á sinn gamla heimavöll og spila fyrsta leik. Það kitlar aðeins extra að spila á móti sínum gömlu félögum. Þetta eru allt vinir manns í liðinu og maður er að fara spila sinn fyrsta leik fyrir ÍA í Bestu deild. Það er því mikið í gangi á sama tíma, en ég verð klár."

Arnóri líst vel á hópinn og segir markmiðið að skapa stöðugleika aftur á Skaganum.

„Við erum búnir að fá inn þá leikmenn sem við vildum fá og styrkt okkur í réttum stöðum frá því í fyrra. Fyrst og fremst viljum við skapa stöðugleika uppi á Skaga aftur. Þetta er búið að vera mikið jójó í alltof langan tíma. Það hefur oft gengið vel hjá nýliðum og okkur langar að gera vel í ár. Okkur langar líka að byggja upp stöðugleika fyrir næstu ár. Ég held að við séum á ágætis vegferð í því og svo verður að koma í ljós hversu langt það skilar okkur."

Er ekki ágætis stemning á Skaganum, þættirnir síðasta haust og svona?

„Geggjaðir þættir fyrir það fyrsta! Jú, það er fín stemning uppi á Akranesi, gekk vel í Lengjudeildinni í fyrra, unnum marga leiki og við það að vinna marga leiki þá skapast oft góð stemning. Við höfum haldið því inn í undirbúningstímabilið, þokkalegt undirbúningstímabil, erum með marga Skagamenn í hópnum og svo blöndum við því með X-faktorum. Liðsheildin er góð og það sést. Menn eru tilbúnir að leggja sig fram fyrir hvorn annan og ég held að það smiti út frá sér. Ég held að bæjarbúar sjái það alveg að við erum að leggja okkur fram. Svo er þetta alltaf þannig að ef það gengur vel og leikir vinnast þá kemur fólkið meira og meira á bakvið þig og á völlinn. Það er mikil tilhlökkun fyrir fyrsta leik," sagði Arnór.

Finnst honum hann hafa eitthvað að sanna fyrir áhorfendum deildarinnar eftir tíma sinn hjá Val þar sem hlutirnir gengu einhvern veginn ekki alveg upp?

„Nei, í rauninni ekki. Bara fyrir sjálfan mig að geta vera þessi leiðtogi fyrir minn uppeldisklúbb sem ég vil vera. Annars bara alls ekki, þeir vita sem vita hvað ég get í fótbolta og hef gert. Þótt maður sé á 36. aldursári þá finnst mér ég eiga nóg inni og ætla klárlega að sýna það í sumar," sagði fyrirliðinn.

Hann á að baki 26 landsleiki og hefur leikið með átta félagsliðum: Heerenveen, Esbjerg, Helsingborg, Torpedow Moskvu, Hammarby, Lilleström, Val og ÍA.

Í viðtalinu ræðir hann einnig um Erik Tobias Sandberg og komu hans til ÍA.
Niðurtalningin - Tveir vendipunktar síðasta sumar
Athugasemdir
banner