Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   fim 04. apríl 2024 07:53
Elvar Geir Magnússon
Arsenal, Liverpool og Man Utd hafa áhuga á Frimpong
Powerade
Jeremie Frimpong er orðaður við ensk stórlið.
Jeremie Frimpong er orðaður við ensk stórlið.
Mynd: EPA
Þarf Newcastle að selja Bruno Guimaraes?
Þarf Newcastle að selja Bruno Guimaraes?
Mynd: EPA
Joshua Kimmich.
Joshua Kimmich.
Mynd: Getty Images
Kalvin Phillips.
Kalvin Phillips.
Mynd: Getty Images
Guimaraes, Isak, Gyökeres, Phillips, Kilman, Nketiah. Hér er slúðurpakkinn mættur en BBC tók saman það helsta úr miðlunum.

Arsenal, Liverpool og Manchester United eru meðal úrvalsdeildarfélaga sem hafa áhuga á Jeremie Frimpong (23) vængbakverði Bayer Leverkusen. Hollendingurinn verður falur fyrir 35 milljónir punda í sumar. (Football Insider)

Newcastle hefur áhuga á spænska miðjumanninum Dani Ceballos (27) hjá Real Madrid. (Mundo Deportivo)

Newcastle United óttast að þurfa að selja brasilíska miðjumanninn Bruno Guimaraes (26) til að vera innan fjárhagsramma ensku úrvalsdeildarinnar. Franska stórliðið Paris St-Germain vill fá Bruno auk þess sem Manchester United og Arsenal hafa einnig áhuga. (Sun)

Tottenham hefur blandað sér í baráttu við Arsenal um sóknarmanninn Alexander Isak (24) og eru félögin í viðbragðsstöðu ef Newcastle þarf að selja lykilmenn í sumar. (Football Insider)

Isak segist vera tryggur Newcastle þrátt fyrir fréttir af áhuga frá öðrum félögum í ensku úrvalsdeildinni. (inews)

Newcastle mun leggja áherslu á að fá tvo miðverði þegar félagaskiptaglugginn opnar eftir að hafa misst Hollendinginn Sven Botman (24) og Englendinginn Jamal Lascelles (30) í langtímameiðsli. (Football Insider)

Newcastle og Crystal Palace eru meðal félaga sem fylgjast með senegalska markverðinum Seny Dieng (29) sem hefur spilað fantavel fyrir Middlesbrough í Championship-deildinni. (Telegraph)

Joshua Zirkzee (22) hollenskur sóknarmaður Bologna vill fara til AC Milan þrátt fyrir áhuga frá Manchester United, Arsenal og Juventus. (Gazzetta dello Sport)

Arsenal er tilbúið að veita Liverpool og Manchester City samkeppni um þýska miðjumanninn Joshua Kimmich (29) hjá Bayern München en hann á eitt ár eftir af samningi sínum við þýska félagið. (TalkSport)

Sænski framherjinn Viktor Gyökeres (25) er ofarlega á óskalista Arsenal yfir sóknarmenn. Sporting Lissabon vill að 85 milljóna punda riftunarákvæði í samningi hans verði uppfyllt ef hann á að fara. (Caught Offside)

Nottingham Forest mun nýta ákvæði og framlengja samningi Ola Aina (27) en nígeríski varnarmaðurinn hefur átt gott tímabil á City Ground. (Telegraph)

Enski miðjumaðurinn Kalvin Phillips (28) þarf að taka á sig mikla launalækkun ef hann vill yfirgefa Manchester City í sumar og fara aftur til Leeds United. (Mirror)

West Ham mun ekki reyna að kaupa Phillips en honum hefur gengið illa á lánsdvöl sinni hjá félaginu. (Football Insider)

Manchester United hefur hafið viðræður við Nice um möguleg kaup á varnarmanninum Melvin Bard (23) sem bankar á dyr franska landsliðsins. United er með einbeitingu á að fá inn nýjan vinstri bakvörð. (Evening Standard)

Max Kilman (26) varnarmaður Wolves er einnig á blaði Manchester United fyrir sumarið. (Times)

Leicester City hefur blandað sér í kapphlaupið um enska sóknarmanninn Eddie Nketiah (24) hjá Arsenal en fær samkeppni frá Crystal Palace og Brentford. (Football Transfers)

Lucas Percassi stjórnandi hjá Atalanta segir að félagið hafi ekki fengið nein tilboð í hollenska miðjumanninn Teun Koopmeiners (26) en Liverpool og Juventus hafa verið orðuð við hann. (Mediaset via Football Italia)

Sevilla hefur áfram áhuga á David Datro Fofana (21) sóknarmanni Chelsea sem er á láni hjá Burnley. Spænska félagið vill fá hann til að fylla skarð marokkóska framherjans Youssef En-Nesyri (26) sem verður væntanlega seldur í sumar. (Relevo)
Athugasemdir
banner
banner