Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
banner
   fim 04. apríl 2024 21:23
Jóhann Þór Hólmgrímsson
England: Palmer hetja Chelsea í ótrúlegum leik
Palmer skoraði þrennu
Palmer skoraði þrennu
Mynd: EPA
Tvenna Garnacho dugði ekki til
Tvenna Garnacho dugði ekki til
Mynd: EPA

Chelsea 4-3 Manchester Utd
1-0 Conor Gallagher ('4 )
2-0 Cole Palmer ('19 , víti)
2-1 Alejandro Garnacho ('34 )
2-2 Bruno Fernandes ('39 )
2-3 Alejandro Garnacho ('67 )
3-3 Cole Palmer ('90, víti)
4-3 Cole Palmer ('90 )


Það var magnaður leikur á Stamford Bridge í kvöld þegar Chelsea fékk Manchester United í heimsókn.

Heimamenn byrjuðu leikinn betur en Conor Gallagher kom liðinu yfir strax á fjórðu mínútu. Cole Palmer hefur verið frábær fyrir liðið á tímabilinu en hann bætti örðu markinu við úr vítaspyrnu eftir að Antony braut á Marc Cucurella.

United menn gáfust ekki upp en Alejandro Garnacho minnkaði muninn. Hann komst inn í slæma sendingu frá Moises Caicedo og komst einn í gegn og skoraði.

Bruno Fernandes jafnaði síðan metin þegar hann skallaði boltann í netið eftir fyrirgjöf frá Diogo Dalot.

Liðin sóttu til skiptis í upphafi síðari hálfleiks en það var Garnacho sem tókst að skora sitt annað markið sitt í leiknum og kom United yfir eftir laglega sendingu frá Antony.

Leiknum var alls ekki lokið en á síðustu mínútunni í uppbótatíma fékk Chelsea aðra vítaspyrnuna í leiknum þegar Diogo Dalot braut klaufalega á Noni Madueke. Palmer steig aftur á punktinn og skoraði.

Palmer tryggði síðan Chelsea ótrúlegan sigur þegar skot hans fór af Scott McTominay og í netið á lokasekúndum leiksins.


Athugasemdir
banner
banner