Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   fim 04. apríl 2024 09:15
Elvar Geir Magnússon
Ísland upp um eitt sæti á FIFA listanum
Icelandair
Age Hareide landsliðsþjálfari Íslands
Age Hareide landsliðsþjálfari Íslands
Mynd: Getty Images
Nýr styrkleikalisti FIFA var opinberaður í morgun en 174 landsleikir fóru fram frá því að síðasti listi var gefinn út.

Ísland fer upp um eitt sæti á listanum og er nú í 72. sæti. Íslenska landsliðið tók þátt í umspili um sæti á EM þar sem stórsigur vannst gegn Ísrael en þar á eftir kom grátlegt tap gegn Úkraínu í úrslitaleik um farmiða til Þýskalands.

Þrátt fyrir að hafa farið upp um eitt sæti núna hefur íslenska landsliðið verið á niðurleið undanfarna mánuði. Fyrir ári síðan var liðið í 64. sæti.

Ísland hefur hæst komist í 18. sæti á FIFA styrkleikalistanum en það var í byrjun árs 2018.

Heimsmeistarar Argentínu eru áfram á toppi heimslistans og Frakkland númer tvö. Belgía hefur sætaskipti við England og er í þriðja sæti en England í því fjórða.

Hér má sjá listann í heild sinni


Athugasemdir
banner
banner