Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   fim 04. apríl 2024 12:45
Elvar Geir Magnússon
Tvíburasynir Darren Fletcher skrifa undir hjá Man Utd
Jack og Tyler Fletcher.
Jack og Tyler Fletcher.
Mynd: Man Utd
Tvíburasynir Darren Fletcher fyrrum leikmanns Manchester United hafa skrifað undir sína fyrstu atvinnumannasamninga hjá félaginu

Þeir Jack og Tyler eru orðnir sautján ára og krotuðu undir af því tilefni. Þeir voru áður í akademíu Manchester City en skiptu yfir til United síðasta sumar en þar starfar faðir þeirra í dag.

Fletcher, sem er fyrrum landsliðsmaður Skotlands, er í teyminu hjá Erik ten Hag og synir hans eru taldir mjög efnilegir.

Báðir eru miðjumenn og Jack hefur þegar æft með aðalliðinu á meðan Tyler hefur staðið sig vel með unglingaliðinu.

Fletcher lék fyrir aðallið Manchester United 2003-2015 og vann enska meistaratitilinn fimm sinnum og Meistaradeildina einu sinni.

Athugasemdir
banner
banner
banner