Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   fös 04. október 2019 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Ödegaard: Draumurinn að spila fyrir Real Madrid
Mynd: Getty Images
Norska ungstirnið Martin Ödegaard hefur farið vel af stað með Real Sociedad í spænska boltanum.

Hann er búinn að skapa mest allra leikmanna í spænsku deildinni og er lykilmaður hjá sínu nýja félagi. Hann segist þó sjá framtíðina fyrir sér hjá Real Madrid.

„Ég er spenntur fyrir næstu tveimur árum hjá Real Sociedad. Þau verða gríðarlega mikilvæg fyrir mig sem knattspyrnumann, það verður í fyrsta sinn sem ég spila fyrir sama aðallið tvö tímabil í röð," sagði Ödegaard við ESPN.

„Þetta er frábært félag og vonandi náum við Evrópusæti. Það væri gaman að fá reynslu úr Evrópukeppni á næstu leiktíð. Eftir það verð ég vonandi tilbúinn til að spila fyrir Real Madrid, það er draumurinn. Það mun alltaf vera hörð samkeppni um sæti í liðinu því þetta er eitt af bestu félögum heims."

Ödegaard er hjá Sociedad á tveggja ára lánssamningi frá Real Madrid. Hann var nýorðinn 16 ára gamall þegar hann gekk í raðir Real og verður 21 árs í desember. Hann er því bráðum búinn að vera hjá félaginu í fimm ár.

Hann hefur þó aðeins komið við sögu í tveimur leikjum með aðalliðinu. Í fyrstu lék hann fyrir varaliðið en hefur undanfarin ár verið lánaður til SC Heerenveen, Vitesse og nú síðast Real Sociedad.

Fyrir tveimur vikum hlaut Ödegaard verðlaun fyrir að vera besti leikmaður ágústmánaðar hjá Real Sociedad.
Athugasemdir
banner
banner
banner