Simons orðaður við Man Utd - Calafiori færist nær Arsenal - West Ham hefur áhuga á Tomori
Aron Bjarna: Vorum búnir að bíða í smá tíma eftir sigri í deildinni
Eyjólfur Héðins: Gott að spyrna sér aftur upp og ná góðum sigri
Rúnar Páll: Spyrjum að leikslokum hvernig þetta fer allt saman
Jökull: Skiptir ekki máli hvort við séum í Evrópukeppni eða deild - Viljum halda áfram að verða betri
Helgi Fróði: Hann er sá langbesti í deildinni
Pálmi Rafn: Þar liggur vandamálið okkar
Gunnar Magnús: Gleði að upplifa það loksins að vinna fótboltaleik
Donni um nýjan leikmann: Erum bara að bíða eftir leikheimild
Brynjar Kristmunds: Bað um smá ástríðu
Rikki G var í liðstjórn KFA - „Yrði fyrir neðan allar hellur“
Sveinn Margeir: Geggjað að enda á þessum nótum
Hallgrímur Jónasson: Erum á rosalega góðum stað
Arnar Gunnlaugs: Veldi geta dottið niður
Natasha: Valur var alltaf fyrsti kosturinn
Siggi Höskulds: Þróttur hefði átt að vinna þetta stærra
Glenn eftir grátlegt tap: Erfitt að kyngja þessu
Pétur léttur eftir sigur: Ég mun allavegana tala við Glódísi
Venni í skýjunum eftir sigur á Akureyri - „Var ekkert að fá hjartaáfall í lokin"
Guðni Eiríks svekktur: Dómarinn hafði ekki þor til að flauta
Óli Kristjáns: Torsótt en sanngjarnt
   fös 10. maí 2024 22:57
Stefán Marteinn Ólafsson
Jökull: Hlustum sem minnst á umræðuna
Jökull I. Elísabetarson þjálfari Stjörnunnar
Jökull I. Elísabetarson þjálfari Stjörnunnar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fram heimsóttu Stjörnuna á Samsung völlinn í Garðabæ þegar 6.umferð Bestu deildar karla hóf göngu sína í kvöld. 

Stjörnumenn náður forystunni í fyrri hálfleik en Fram jafnaði leikinn í fjörugum síðari hálfleik og þar við sat. 


Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  1 Fram

„Mér fannst við vera góðir. Mér fannst við vera sharp, mér fannst við vera aggressívir og mér fannst strákarnir bara verðskulda meira úr þessum leik." Sagði Jökull I. Elísabetarson þjálfari Stjörnunnar eftir leikinn í kvöld.

Leikurinn var mjög lokaður í fyrri hálfleik en opnaðist og varð mun opnari í síðari hálfleik. 

„Þeir koma framar. Þeir voru búnir að liggja þéttir og geta auðvitað ekki gert það þegar þeir eru komnir marki undir og við það opnast bara svolítið leikurinn og það er bara allt í lagi. Við komumst í mjög góðar stöður og hefðum getað nýtt það. Við hefðum kannski getað bæði í fyrri og seinni hálfleik komið okkur í meiri forystu." 

Stjarnan gerði tilkall til vítaspyrnu í leiknum og vildi Jökull sjá dómarann benda á punktunn þegar Óli Valur féll í teignum eftir tæklingu frá Kyle McLagan. 

„Þegar Óli er bara hamraður niður. Ég gat ekki séð hann taka boltann en ég á eftir að sjá það aftur. Ég man ekki eftir augljósara víti svona frá því sjónarhorni sem ég stóð." 

Jökull gefur lítið fyrir gagnrýnisraddirnar í upphafi tímabils. 

„Við erum ekkert að reyna svara einhverjum öðrum. Við höldum bara áfram og hlustum sem minnst á umræðuna og erum bara stöðugt að reyna laga okkar leik og verða betri. Auðvitað kannski smá skref til baka frá seinustu tveim leikjum en það var ekkert issue. Mér fannst við líta vel út í dag og vel út í síðasta leik og við höldum bara áfram og verðum betri." 


Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 15 10 3 2 34 - 15 +19 33
2.    Breiðablik 15 9 3 3 33 - 19 +14 30
3.    Valur 14 8 4 2 36 - 18 +18 28
4.    FH 14 7 3 4 26 - 23 +3 24
5.    ÍA 14 7 2 5 32 - 20 +12 23
6.    Stjarnan 15 6 2 7 27 - 29 -2 20
7.    Fram 14 5 4 5 20 - 20 0 19
8.    KA 15 5 3 7 23 - 29 -6 18
9.    KR 15 3 5 7 25 - 30 -5 14
10.    HK 15 4 2 9 17 - 35 -18 14
11.    Vestri 15 3 3 9 18 - 36 -18 12
12.    Fylkir 15 3 2 10 21 - 38 -17 11
Athugasemdir
banner
banner
banner