Lewis-Skelly á blaði fjögurra félaga - Mörg stórlið vilja ungstirni Hertha Berlin - Casemiro gæti fengið nýjan samning - Toney til Englands?
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Lene Terp: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
   fös 10. maí 2024 22:57
Stefán Marteinn Ólafsson
Jökull: Hlustum sem minnst á umræðuna
Jökull I. Elísabetarson þjálfari Stjörnunnar
Jökull I. Elísabetarson þjálfari Stjörnunnar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fram heimsóttu Stjörnuna á Samsung völlinn í Garðabæ þegar 6.umferð Bestu deildar karla hóf göngu sína í kvöld. 

Stjörnumenn náður forystunni í fyrri hálfleik en Fram jafnaði leikinn í fjörugum síðari hálfleik og þar við sat. 


Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  1 Fram

„Mér fannst við vera góðir. Mér fannst við vera sharp, mér fannst við vera aggressívir og mér fannst strákarnir bara verðskulda meira úr þessum leik." Sagði Jökull I. Elísabetarson þjálfari Stjörnunnar eftir leikinn í kvöld.

Leikurinn var mjög lokaður í fyrri hálfleik en opnaðist og varð mun opnari í síðari hálfleik. 

„Þeir koma framar. Þeir voru búnir að liggja þéttir og geta auðvitað ekki gert það þegar þeir eru komnir marki undir og við það opnast bara svolítið leikurinn og það er bara allt í lagi. Við komumst í mjög góðar stöður og hefðum getað nýtt það. Við hefðum kannski getað bæði í fyrri og seinni hálfleik komið okkur í meiri forystu." 

Stjarnan gerði tilkall til vítaspyrnu í leiknum og vildi Jökull sjá dómarann benda á punktunn þegar Óli Valur féll í teignum eftir tæklingu frá Kyle McLagan. 

„Þegar Óli er bara hamraður niður. Ég gat ekki séð hann taka boltann en ég á eftir að sjá það aftur. Ég man ekki eftir augljósara víti svona frá því sjónarhorni sem ég stóð." 

Jökull gefur lítið fyrir gagnrýnisraddirnar í upphafi tímabils. 

„Við erum ekkert að reyna svara einhverjum öðrum. Við höldum bara áfram og hlustum sem minnst á umræðuna og erum bara stöðugt að reyna laga okkar leik og verða betri. Auðvitað kannski smá skref til baka frá seinustu tveim leikjum en það var ekkert issue. Mér fannst við líta vel út í dag og vel út í síðasta leik og við höldum bara áfram og verðum betri." 


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner