Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
Með þrjú stórmót og yfir 100 leiki á bakinu - „Ég fer með það í gröfina"
„Viðurkenning fyrir hana og íslenskan fótbolta"
Vann með Frank Lampard áður en hann tók til starfa hjá KSÍ
Gunnhildur elskar nýtt hlutverk - „Baldvin Leó fékk að fljóta með"
Steini: Ákveðinn lamandi ótti eiginlega
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
   fös 10. maí 2024 22:57
Stefán Marteinn Ólafsson
Jökull: Hlustum sem minnst á umræðuna
Jökull I. Elísabetarson þjálfari Stjörnunnar
Jökull I. Elísabetarson þjálfari Stjörnunnar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fram heimsóttu Stjörnuna á Samsung völlinn í Garðabæ þegar 6.umferð Bestu deildar karla hóf göngu sína í kvöld. 

Stjörnumenn náður forystunni í fyrri hálfleik en Fram jafnaði leikinn í fjörugum síðari hálfleik og þar við sat. 


Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  1 Fram

„Mér fannst við vera góðir. Mér fannst við vera sharp, mér fannst við vera aggressívir og mér fannst strákarnir bara verðskulda meira úr þessum leik." Sagði Jökull I. Elísabetarson þjálfari Stjörnunnar eftir leikinn í kvöld.

Leikurinn var mjög lokaður í fyrri hálfleik en opnaðist og varð mun opnari í síðari hálfleik. 

„Þeir koma framar. Þeir voru búnir að liggja þéttir og geta auðvitað ekki gert það þegar þeir eru komnir marki undir og við það opnast bara svolítið leikurinn og það er bara allt í lagi. Við komumst í mjög góðar stöður og hefðum getað nýtt það. Við hefðum kannski getað bæði í fyrri og seinni hálfleik komið okkur í meiri forystu." 

Stjarnan gerði tilkall til vítaspyrnu í leiknum og vildi Jökull sjá dómarann benda á punktunn þegar Óli Valur féll í teignum eftir tæklingu frá Kyle McLagan. 

„Þegar Óli er bara hamraður niður. Ég gat ekki séð hann taka boltann en ég á eftir að sjá það aftur. Ég man ekki eftir augljósara víti svona frá því sjónarhorni sem ég stóð." 

Jökull gefur lítið fyrir gagnrýnisraddirnar í upphafi tímabils. 

„Við erum ekkert að reyna svara einhverjum öðrum. Við höldum bara áfram og hlustum sem minnst á umræðuna og erum bara stöðugt að reyna laga okkar leik og verða betri. Auðvitað kannski smá skref til baka frá seinustu tveim leikjum en það var ekkert issue. Mér fannst við líta vel út í dag og vel út í síðasta leik og við höldum bara áfram og verðum betri." 


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner