Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
banner
   fim 09. maí 2024 12:40
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Alonso: Það vilja allir vinna okkur
Mynd: Getty Images

Leverkusen hefur átt stórkostlegt tímabil en Xabi Alonso stjóri liðsins vonast til að það haldi áfram út tímabilið.


Liðið hefur tryggt sér þýska meistaratitilinn eftir mikla yfirburði Bayern undanfarin ár en þetta var fyrsti titill Leverkusen í rúm tuttugu ár.

Liðið hefur ekki tapað leik í öllum keppnum þegar liðið á aðeins fimm leiki eftir.

„Við viljum vera ósigraðir og við vitum að þetta verður erfiðara með hverri vikunni sem líður. Það vilja allir vinna okkur," sagði Alonso.

Næsti leikur liðsins er í kvöld þegar liðið fær Roma í heimsókn í síðari leik liðanna í undanúrslitum Evrópudeildarinnar en liðið vann fyrri leikinn 2-0 á Ítalíu.

„Ef við verðum að tapa einhverjum leikjum eins og seinni leik 1-0 myndum við ekki segja nei ef það fari með okkur í úrslitaleik," sagði Amine Adli miðjumaður Leverkusen.

„Hugarfarið okkar er að vinna hvern einasta leik og við munum reyna það. Ekkert er í höfn, við höfum séð oft að lið koma til baka. Það er aldrei hægt að segja að þetta sé klárt."

Leverkusen hefur ekki tapaði í 48 leikjum í röð sem er met í öllum stærstu deildum Evrópu. Liðið á fimm leiki eftir á tímabilinu og gæti náð ótrúlegum árangri, vinna þrennuna án þess að tapa leik.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner