Rabiot nálgast Man Utd - Mount til sölu - Branthwaite fær stórbættan samning - Kante hefur náð samkomulagi við West Ham
   fös 10. maí 2024 22:16
Brynjar Ingi Erluson
Gordon leikmaður ársins hjá Newcastle
Mynd: Newcastle United
Englendingurinn Anthony Gordon er leikmaður ársins hjá Newcastle United en þetta tilkynnti félagið í kvöld.

Gordon, sem er 23 ára gamall, hefur skorað tíu mörk og gefið tíu stoðsendingar með Newcastle í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni.

Vængmaðurinn hefur átt frábært ár með Newcastle. Frammistaða hans skilaði honum fyrsta A-landsleiknum með Englandi og þá lék hann alla sex leiki Newcastle í Meistaradeildinni.

Newcastle tilkynnti í kvöld valið á leikmanni ársins og var það Gordon sem hreppti hnossið.

Gordon verður í eldlínunni með Newcastle um helgina er liðið mætir Brighton. Newcastle er í baráttu um að komast í Evrópudeildina fyrir næstu leiktíð en liðið er nú í 6. sæti, fjórum stigum á eftir Tottenham Hotspur.


Athugasemdir
banner
banner
banner