Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
Ásta Eir: Mér er alveg sama hvernig við vinnum leikinn
Nik hreinskilinn: Þetta er ekki nægilega gott fyrir þetta stig
Kristján miður sín: Veit ekki hvort ég sé búinn að segja of mikið
Anna María: Fáránlegur dómur sem skemmir leikinn gjörsamlega
Óli Kristjáns: Væri frekja að vera að biðja um eitthvað meira
Gunnar um þriðja markið: Það drap okkur
Úlfur: Þetta var scrappy leikur
Dragan: Má ekki gleyma að okkur var spáð 12. sæti
Fúsi: Sýnum hverjir eiga Breiðholtið ennþá
Arnar Helgi: Stundum þarf maður bara að vinna þessa iðnaðarsigra
Árni Freyr: Hefði verið sanngjarnt ef hvorugt lið hefði fengið stig
SIgurvin: Mjög sárt að fá þessa tusku í andlitið
Gunnar Heiðar: Við erum stórhættulegir í skyndisóknum
Maggi: Stoltur af því hvernig við tækluðum þennan leik
Rúnar Kristins: Vinnum ekki fleiri leiki ef við spilum svona
Addi Grétars um dómsmálið við KA: Ég vona bara að menn láti hér við sitja
Ekkert helgarfrí í fyrsta sinn á árinu - „Verðum þar í hádeginu stelpur“
Adam Páls: Ég er Valsari dauðans
Brynjar Björn ánægður með frammistöðuna: Breytir því ekki að við dettum út úr bikarnum
Mörkin gáfu þeim sjálfstraust - „Við ætluðum að keyra meira á þá“
banner
   fim 09. maí 2024 19:05
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Búinn að breytast í Usain Bolt ef hann er að fara ná boltanum"
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Magnús Már Einarsson þjálfari Aftureldingar var að vonum gríðarlega svekktur eftir 4-2 tap liðsins gegn Þór í Boganum á Akureyri í dag.


Lestu um leikinn: Þór 4 -  2 Afturelding

„Ég er stoltur af strákunum hvað þeir lögðu mikla vinnu í þetta í seinni hálfleik, það er erfitt að lenda heilan hálfleik manni færri, mér fannst við útfæra leikinn vel í fyrri hálfleik og fá betri færi og skorum tvö góð mörk," sagði Maggi.

Gunnar Bergmann Sigmarsson fékk að líta rauða spjaldið snemma í síðari hálfleik og Afturelding lék manni færri nánast allan síðari hálfleikinn.

„Utan frá finnst öllum þetta örugglega vera rautt spjald en framherji Þórs er búinn að breytast í Usain Bolt ef hann er að fara ná boltanum á undan markmanninum mínum. Hann er aldrei að fara ná næstu snertingu þá er hann ekki að ræna hann upplögðu marktækifæri. Markmaðurinn er eiginlega kominn með boltann þegar þeir skella saman, ég hefði klárlega beðið sjálfur um rautt spjald en ég er ekki viss um að þetta sé réttur dómur hins vegar," sagði Maggi.

„Þegar við komum inn í seinni hálfleikinn var ég bjartsýnn en auðvitað breytir þetta rauða spjald taktinum í leiknum en ótrúlega svekkjandi niðurstaða þrátt fyrir það."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner