De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
Bjarni Jó: Blessaður vertu ég er búinn að vera í þessu í tæp 40 ár
Pablo Aguilera: Vissulega kalt fyrir mig komandi frá Spáni
Jóhann Birnir: Mér fannst það vera rautt spjald
Liam Daði: Höfum alla burði og getu til þess að vinna þessi stærri lið
Haraldur Freyr: Eðlilega pirraður en hvað hann sagði veit ég ekki
Venni: Miðað við aðstæður var þetta ótrúlega fallegt mark
Hemmi Hreiðars: Við þurfum að ná 90 mínútum eins og við tókum seinni hálfleik
John Andrews: Þrjú skot á markið og skoruðu tvö crazy mörk
Óli Hrannar: Brugðumst ekki vel við aðstæðum
Óskar Smári: Eins mikið haglél og ég hef séð frá því í nóvember
Úlfa Dís: Ég var mjög hissa
Siggi Höskulds: Litast af glötuðu veðri
Aldís: Við erum bara með bestu vörnina, það er bara þannig.
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
   fim 09. maí 2024 19:05
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Búinn að breytast í Usain Bolt ef hann er að fara ná boltanum"
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Magnús Már Einarsson þjálfari Aftureldingar var að vonum gríðarlega svekktur eftir 4-2 tap liðsins gegn Þór í Boganum á Akureyri í dag.


Lestu um leikinn: Þór 4 -  2 Afturelding

„Ég er stoltur af strákunum hvað þeir lögðu mikla vinnu í þetta í seinni hálfleik, það er erfitt að lenda heilan hálfleik manni færri, mér fannst við útfæra leikinn vel í fyrri hálfleik og fá betri færi og skorum tvö góð mörk," sagði Maggi.

Gunnar Bergmann Sigmarsson fékk að líta rauða spjaldið snemma í síðari hálfleik og Afturelding lék manni færri nánast allan síðari hálfleikinn.

„Utan frá finnst öllum þetta örugglega vera rautt spjald en framherji Þórs er búinn að breytast í Usain Bolt ef hann er að fara ná boltanum á undan markmanninum mínum. Hann er aldrei að fara ná næstu snertingu þá er hann ekki að ræna hann upplögðu marktækifæri. Markmaðurinn er eiginlega kominn með boltann þegar þeir skella saman, ég hefði klárlega beðið sjálfur um rautt spjald en ég er ekki viss um að þetta sé réttur dómur hins vegar," sagði Maggi.

„Þegar við komum inn í seinni hálfleikinn var ég bjartsýnn en auðvitað breytir þetta rauða spjald taktinum í leiknum en ótrúlega svekkjandi niðurstaða þrátt fyrir það."


Athugasemdir
banner
banner