Mainoo, Konate og Mac Allister eftirsóttir - Tonali með heimþrá - Semenyo til Liverpool?
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   fim 09. maí 2024 19:05
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Búinn að breytast í Usain Bolt ef hann er að fara ná boltanum"
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Magnús Már Einarsson þjálfari Aftureldingar var að vonum gríðarlega svekktur eftir 4-2 tap liðsins gegn Þór í Boganum á Akureyri í dag.


Lestu um leikinn: Þór 4 -  2 Afturelding

„Ég er stoltur af strákunum hvað þeir lögðu mikla vinnu í þetta í seinni hálfleik, það er erfitt að lenda heilan hálfleik manni færri, mér fannst við útfæra leikinn vel í fyrri hálfleik og fá betri færi og skorum tvö góð mörk," sagði Maggi.

Gunnar Bergmann Sigmarsson fékk að líta rauða spjaldið snemma í síðari hálfleik og Afturelding lék manni færri nánast allan síðari hálfleikinn.

„Utan frá finnst öllum þetta örugglega vera rautt spjald en framherji Þórs er búinn að breytast í Usain Bolt ef hann er að fara ná boltanum á undan markmanninum mínum. Hann er aldrei að fara ná næstu snertingu þá er hann ekki að ræna hann upplögðu marktækifæri. Markmaðurinn er eiginlega kominn með boltann þegar þeir skella saman, ég hefði klárlega beðið sjálfur um rautt spjald en ég er ekki viss um að þetta sé réttur dómur hins vegar," sagði Maggi.

„Þegar við komum inn í seinni hálfleikinn var ég bjartsýnn en auðvitað breytir þetta rauða spjald taktinum í leiknum en ótrúlega svekkjandi niðurstaða þrátt fyrir það."


Athugasemdir
banner
banner