Sancho, Sesko, Mac Allister, Ten Hag, Raya og fleiri góðir koma við sögu
   fim 09. maí 2024 22:33
Brynjar Ingi Erluson
Leverkusen sló 59 ára gamalt met Benfica
Xabi Alonso hefur gert ótrúlega hluti með Leverkusen á tímabilinu
Xabi Alonso hefur gert ótrúlega hluti með Leverkusen á tímabilinu
Mynd: Getty Images
Bayer Leverkusen setti nýtt met í Evrópuboltanum í kvöld er það kom sér í úrslitaleik Evrópudeildarinnar.

Leverkusen lenti 2-0 undir gegn Roma á heimavelli og allt stefndi í fyrsta tap tímabilsins áður en Mile Svilar og Gianluca Mancini færði liðinu leið aftur inn í leikinn.

Heimamenn minnkuðu muninn og gerðu síðan jöfnunarmarkið á síðustu sekúndum uppbótartímans.

Leverkusen er því áfram taplaust í öllum keppnum á tímabilinu en samtals hefur liðið ekki tapað í síðustu 49 leikjum sínum.

Það hefur því slegið met portúgalska félagsins Benfica, met sem stóð í 59 ár áður en Leverkusen bætti það í kvöld.

Ótrúlegur árangur Leverkusen sem er búið að vinna þýsku deildinni og komið í úrslit bikarsins og nú Evrópudeildarinnar.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner