Barca vill Dani Olmo - Crystal Palace að bjóða í Smith Rowe - Sergi Roberto vill enska boltann - Newcastle spyrst fyrir um Madueke
   fös 10. maí 2024 23:14
Brynjar Ingi Erluson
Snýr aftur til Liverpool
Julian Ward (t.h.) snýr aftur til Liverpool
Julian Ward (t.h.) snýr aftur til Liverpool
Mynd: Getty Images
Það hefur verið nóg að gera hjá Michael Edwards síðustu vikur
Það hefur verið nóg að gera hjá Michael Edwards síðustu vikur
Mynd: Liverpool.com
Julian Ward, fyrrum yfirmaður íþróttamála hjá Liverpool, er að snúa aftur til félagsins átján mánuðum eftir að hafa yfirgefið félagið en þetta kemur fram á vefmiðlinum Athletic.

Ward kom til Liverpool frá Manchester City árið 2012 og var þá yfir njósnadeild félagsins í Portúgal og á Spáni.

Hann vann sig upp og árið 2020 var hann gerðu að aðstoðarmanni Michael Edwards, sem var þá yfirmaður íþróttamála. Ward tók síðan við stöðunni eftir að Edwards hætti.

Ward sagði starfi sínu lausu í maí á síðasta ári en hann vildi eyða meiri tíma með fjölskyldunni og tók sér því ársleyfi frá fótbolta.

Athletic segir frá því að Ward sé að snúa aftur til Liverpool og nú sem tæknilegur stjórnandi hjá FSG-samsteypunni. Starf hans er víðamikið, en hann mun hafa yfirsýn yfir akademíuna, þróun leikmanna, lánsdeildina, nýsköpunarsvið og þróunaraðferðir.

FSG ætlar að kaupa fleiri félög í Evrópuboltanum á næstu árum og mun Ward einnig hafa yfirumsjón með þeim félögum.

Edwards hefur verið duglegur að ráða inn menn á skrifstofuna síðan hann tók við sem framkvæmdastjóri fótboltamála, en RIchards Hughes kemur frá Bournemouth og verður yfirmaður íþróttamála. David Woodfine verður aðstoðarmaður hans og þá kemur Pedro Marques frá Benfica, sem verður sérstakur yfirmaður fótboltaþróunar.

Marques og Ward hefja störf 1. júní en það er eflaust von á fleiri breytingum innan félagsins á næstu vikum.

Arne Slot, þjálfari Feyenoord, tekur við af Jürgen Klopp eftir tímabilið. Slot verður væntanlega kynntur eftir lokaumferðina í ensku úrvalsdeildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner