Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
banner
   fim 09. maí 2024 10:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Man Utd hefur samband við Tuchel - Miklar breytingar hjá Tottenham
Powerade
Tekur Tuchel við Man Utd?
Tekur Tuchel við Man Utd?
Mynd: EPA
Fær pening til að eyða í sumar
Fær pening til að eyða í sumar
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images

Slúðrið er komið í hús. Thomas Tuchel er líklegastur til að taka við af Erik ten Hag. Ange Postecoglou fær fjármagn í sumar, Olise til Aston Villa og margt fleira í slúðurpakka dagsins.


Aston Villa telur sig eiga góða möguleika á að vinna Arsenal og Man Utd í baráttunni um Michael Olise, 22, vængmann Crystal Palace. (Football Transfers)

Man Utd mun hefja viðræður við Olise á næstu vikum en Crystal Palace vill fá 60 milljónir punda fyrir hann. (Sun)

Ange Postecoglou stjóri Tottenham mun fá fjármagn til að kaupa framherja, miðvörð og miðjumann í sumar. (Times)

Tvö félög í úrvalsdeildinni hafa spurst fyrir um Mason Greenwood, 22, leikmann Man Utd sem er á láni hjá Getafe. Það er þó líklegast að hann muni vera seldur til félags utan Englands. (Telegraph)

Chelsea hefur ekki boðið Romelu Lukaku, 30, í skiptidíl fyrir Victor Osimhen, 25, framherja Napoli. (90min)

Chelsea hefur náð munnlegu samkomulagi við Willian Estevao, 17, vængmann Palmeiras um að ganga til liðs við félagið. (Fabrizio Romano)

Chelsea og Aston Villa hætta við að fá Nico Williams vængmann Athletic Bilbao þar sem launakröfurnar hans eru alltof háar. (90min)

Man Utd hefur rætt við forráðamenn Thomas Tuchel til að athuga áhuga hans á að taka við af Erik ten Hag. (Talksport)

Stockport County er í viðræðum við Aston Villa um kaup á Louie Barry, 20, sem hjálpaði liðinu að vinna sér sæti í League One á þessari leiktíð. (Teamtalk)

Marco Reus, 34, leikmaður Dortmund yfirgefur félagið í sumar en hann er í viðræðum við St. Louis City sem leikur í MLS deildinni í Bandaríkjunum. (Atheltic)

Martin Braithwaite, 32, getur yfirgefið Espanyol frítt í sumar ef liðinu tekst að vinna sér sæti í efstu deild. Ef ekki getur hann farið fyrir 600 þúsund evrur. (Fabrizio Romano)

Galatasaray mun festa kaup á Hakim Ziyech, 31, leikmanni Chelsea eftir að hann stóð sig vel hjá tyrkneska félaginu á láni á þessari leiktíð. (Standard)

West Ham mun fá samkeppni frá Napoli um Zeno Debast, 20, varnarmann Anderlecht. (AreaNapoli)

Tim Walter fyrrum stjóri Hamburg kemur til greina sem eftirmaður Liam Rosenior hjá Hull City. (Sky Sports)


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner