Man City og Liverpool berjast um Zubimendi - Ramos aftur til Real Madrid - Barca hættir við Alexander-Arnold
banner
   fim 09. maí 2024 18:43
Brynjar Ingi Erluson
Byrjunarliðin í Evrópu: Martínez aftur í markið hjá Villa - Wirtz á bekknum hjá Leverkusen
Martínez er kominn aftur í markið hjá Villa
Martínez er kominn aftur í markið hjá Villa
Mynd: Getty Images
Florian Wirtz er á bekknum hjá Leverkusen
Florian Wirtz er á bekknum hjá Leverkusen
Mynd: Getty Images
Paulo Dybala er ekki í byrjunarliði Roma
Paulo Dybala er ekki í byrjunarliði Roma
Mynd: EPA
Argentínumaðurinn Emiliano Martínez snýr aftur í markið hjá Aston Villa fyrir leikinn gegn Olympiakos í síðari leiknum í undanúrslitum Sambandsdeildar Evrópu í kvöld. Allir leikirnir hefjast klukkan 19:00 í kvöld.

Martínez var í banni í fyrri leiknum á Villa-Park en hafði einnig verið að glíma við smávægileg meiðsli.

Hann kemur inn fyrir Robin Olsen og þá kemur Matty Cash inn fyrir meiddan Morgan Rogers. Það eru einu breytingarnar sem Unai Emery gerir á liðinu.

Aston Villa tapaði fyrri leiknum, 4-2 , á Villa-Park og þarf því kraftaverk til að snúa taflinu við í kvöld.

Olympiakos: Tzolakis; Quini, Rodinei, Carmo, Restos; Iborra, Hezze; Fortounis, Chiquinho, Podence; El Kaabi

Aston Villa: Martínez; Konsa, Diego Carlos, Pau Torres, Digne; Cash, Douglas Luiz, McGinn, Bailey; Diaby; Watkins.

Xabi Alonso, þjálfari Bayer Leverkusen, gerir sex breytingar á liði sínu fyrir seinni undanúrslitaleikinn í Evrópudeildinni gegn Roma í kvöld.

Leverkusen vann 2-0 í Róm. Florian Wirtz, besti maður Leverkusen, er á bekknum í dag. Jeremie Frimpong, Alex Grimaldo, Granit Xhaka og Jonathan Tah byrja hins vegar allir. Matej Kovar er þá í markinu í stað finnska landsliðsmarkvarðarins Lukas Hradecky

Daniele De Rossi gerir fjórar breytingar frá síðasta deildarleik en Gianluca Mancini kemur meðal annars inn í vörnina, Paulo Dybala, Chris Smalling og Tammy Abraham eru allir á bekknum.

Atalanta spilar við Marseille í Bergamó. Fyrri leiknum lauk með 1-1 jafntefli.

Leverkusen: Kovar; Hincapié, Tah, Tapsoba; Frimpong, Palacios, Xhaka, Grimaldo; Adli, Hofmann; Hlozek

Roma: Svilar; Angeliño, Ndicka, Mancini, Spinazzola; Cristante, Paredes, Pellegrini; Azmoun, Lukaku, El Shaarawy.

Atalanta: Musso; Djimsiti, Hien, De Roon; Zappacosta, Koopmeiners, Ederson, Ruggeri; Lookman; Scamacca, De Ketelaere

Marseille: Pau López; Mbemba, Gigot, Balerdi; Clauss, Veretout, Kondogbia, Harit, Merlin; Ndiaye, Aubameyang.
Athugasemdir
banner