Barca vill Dani Olmo - Crystal Palace að bjóða í Smith Rowe - Sergi Roberto vill enska boltann - Newcastle spyrst fyrir um Madueke
   fös 10. maí 2024 19:25
Brynjar Ingi Erluson
Bayern hefur viðræður við Flick
Hansi Flick
Hansi Flick
Mynd: Getty Images
Þýska félagið Bayern München hefur hafið viðræður við þýska þjálfarann Hansi Flick en hann er nú líklegasti kosturinn til að taka við af Thomas Tuchel í sumar.

Flick stýrði liði Bayern frá 2019 til 2021 áður en hann tók við þýska landsliðinu.

Á tveimur tímabilum sínum hjá félaginu vann hann sjö titla, þar af deildina tvisvar og Meistaradeild Evrópu svo eftirminnilega árið 2020 eftir magnaðan úrslitaleik gegn Paris Saint-Germain.

Hann hætti með liðið árið 2021 til að taka við þýska landsliðinu en hann entist þar í aðeins tvö ár áður en hann var rekinn. Landsliðið tapaði þremur leikjum í röð og var með næst versta árangur í sögu landsliðsins.

Sky í Þýskalandi greinir nú frá því að Flick sé líklega að snúa aftur til Bayern. Félagið hefur hafið viðræður við Flick og föruneyti hans og er hann spenntur fyrir því að snúa aftur.

Xabi Alonso, Ralf Rangnick og Julian Nagelsmann höfðu allir hafnað því að taka við Bayern, sem missti af deildarmeistaratitlinum á þessu tímabili og það í fyrsta sinn í tólf ár.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner