Semenyo og Neves orðaðir við Man Utd - Maresca á blaði hjá City - Atletico hefur áhuga á Rashford
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
   fös 10. maí 2024 23:12
Stefán Marteinn Ólafsson
Kyle McLagan: Færð nýja sýn á fótbolta eftir heilt ár frá
Kyle McLagan varnarmaður Fram
Kyle McLagan varnarmaður Fram
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fram heimsóttu Stjörnuna á Samsung völlinn í Garðabæ þegar 6.umferð Bestu deildar karla hóf göngu sína í kvöld. 

Stjörnumenn náður forystunni í fyrri hálfleik en Fram jafnaði leikinn í fjörugum síðari hálfleik og þar við sat. 


Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  1 Fram

„Þetta var erfiður leikur. Þeir gáfu okkur mikil vandræði í fyrri hálfleik og við vorum ekki að spila okkar besta leik en 1-0 í hálfleik og allt getur gerst. Í síðari hálfleik vorum við mun hugrakkari. Við vildum spila og fórum í maður á mann vörn um allan völl og þurftum að vinna okkar bardaga en í restina þá endum við með stig á erfiðum útivelli gegn góðu liði." Sagði Kyle McLagan varnarmaður Fram eftir leikinn í kvöld. 

„ Í fyrri hálfleik þá voru þeir að vanda okkur vandræðum í svæðunum sem þeir voru að finna. Ég held við vorum ekki að pressa þá nægilega vel, leikmennirnir sem fengu boltann voru að finna sendingar á milli línana og ná að snúa. Þessi svæði sem þeir voru að finna var að fara illa með okkur." 

„Í seinni hálfleik þá gáfum við Kennie grænt á að spila svolítið inni á miðju og við fórum í maður á mann vörn þar sem allir þurftu að vinna sín einvígi og það var kannski það sem breyttist. Við höfðum engu að tapa svo við mættum bara í barning." 

Kyle McLagan hefur verið að spila virkilega vel í upphafi tímabils fyrir Fram. 

„Já ég er að njóta þess að spila. Það að vera í miðjunni í fimm manna vörn, komandi tilbaka eftir meiðsli gefur mér smá öryggi.  Ég er að njóta þess að spila og þú færð nýja sýn á fótbolta eftir að hafa verið frá í heilt ár og ég hef gaman að því að vinna og spila fótbolta og það hefur verið svolítið þannig fyrstu sex umferðinar og vonandi getum við haldið því áfram og þetta verður skemmtilegt sumar." 

Nánar er rætt við Kyle McLagan í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir