Sancho, Sesko, Mac Allister, Ten Hag, Raya og fleiri góðir koma við sögu
banner
   fös 10. maí 2024 18:19
Brynjar Ingi Erluson
Guðrún í sigurliði fimmta leikinn í röð
Guðrún og stöllur hennar í vörn Rosengård hafa aðeins fengið á sig tvö mörk í fyrstu fimm leikjunum
Guðrún og stöllur hennar í vörn Rosengård hafa aðeins fengið á sig tvö mörk í fyrstu fimm leikjunum
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Guðrún Arnardóttir og stöllur hennar í sænska liðinu Rosengård unnu öruggan 3-0 sigur á Djurgården í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld, en það var fimmti sigur liðsins í röð.

Íslenska landsliðskonan var eins og venjulega í miðri vörn hjá Rosengård í leiknum.

Rosengård hefur unnið alla fimm leiki sína í deildinni til þessa og aðeins fengið á sig tvö mörk.

Á síðustu leiktíð hafnaði liðið í 7. sæti, fjórtán stigum frá toppnum, en það ætlar sér stærri hluti í sumar.

Ásdís Karen Halldórsdóttir var í byrjunarliði Lilleström sem tapaði fyrir Vålerenga, 1-0, í norsku úrvalsdeildinni í dag. Ásdís lék allan leikinn og átti sláarskot á 86. mínútu en eiginlega strax í kjölfarið kom sigurmark Vålerenga. Lilleström hefur unnið fjóra af sjö leikjum sínum í deildinni. Sædís Rún Heiðarsdóttir var ekki með Vålerenga vegna meiðsla.
Athugasemdir
banner
banner