Sancho, Sesko, Mac Allister, Ten Hag, Raya og fleiri góðir koma við sögu
   fim 09. maí 2024 21:09
Brynjar Ingi Erluson
Sambandsdeildin: Aston Villa átti engin svör við El Kaabi - Olympiakos í úrslit í fyrsta sinn
Aston Villa er úr leik
Aston Villa er úr leik
Mynd: Getty Images
Ayoub El Kabbi gekk frá einvíginu
Ayoub El Kabbi gekk frá einvíginu
Mynd: Getty Images
Olympiakos 2 - 0 Aston Villa
1-0 Ayoub El Kaabi ('10 )
2-0 Ayoub El Kaabi ('79 )

Aston Villa er úr leik í Sambandsdeild Evrópu eftir að hafa tapað fyrir Olympiakos, samanlagt 6-2, í undanúrslitum keppninnar í kvöld.

Olympiakos vann heldur óvæntan 4-2 sigur á Villa í fyrri leik liðanna á Villa-Park í Birmingham-borg.

Villa-menn vissu alltaf að það yrði erfitt að snúa taflinu við í Aþenu.

Ayoub El Kaabi, sem átti stórleik í fyrri leiknum, kom Olympiakos yfir á 10. mínútu leiksins. Daniel Podence var með boltann vinstra megin í teignum, beið eftir utanáhlaupinu hjá Quini sem lagði síðan boltann fyrir markið og á El Kaabi sem náði ekki miklum krafti í skotið en nóg til að skila honum í netið.

Ekki byrjunin sem Aston Villa vildi. Gestirnir voru meira og minna með boltann í fyrri hálfleiknum en voru ekki að nýta sér yfirburði sína. Varnarleikur Olympiakos var á meðan til fyrirmyndar.

Það vantaði eitthvað upp á í síðari hálfleiknum hjá Villa á meðan Olympiakos virtist mjög ferskt í sínum aðgerðum.

El Kaabi gerði endanlega út um einvígið með öðru marki sínu á 79. mínútu leiksins, hans fimmta í þessari tveggja leikja rimmu. Marokkómaðurinn verið ótrúlegur á sínu fyrsta tímabili í Grikklandi.

Aston Villa tókst ekki að svara og tapaði einvíginu 6-2, samanlagt. Olympiakos mætir Fiorentina í úrslitum Sambandsdeildarinnar og það í fyrsta sinn í sögunni sem Olympiakos fer í úrslitaleik í Evrópukeppni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner