Simons orðaður við Man Utd - Calafiori færist nær Arsenal - West Ham hefur áhuga á Tomori
   fös 10. maí 2024 15:19
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Finnur Freyr spáir í 6. umferð Bestu deildarinnar
Finnur fylgdist með leik Vals gegn Fram á dögunum. Finnur spáir því að Óskar Bjarni, þjálfari handboltaliðs Vals, verði mættur á hliðarlínuna í þarnæsta leik.
Finnur fylgdist með leik Vals gegn Fram á dögunum. Finnur spáir því að Óskar Bjarni, þjálfari handboltaliðs Vals, verði mættur á hliðarlínuna í þarnæsta leik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Neitar að fara af velli.
Neitar að fara af velli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Verður Helgi hetjan gegn FH?
Verður Helgi hetjan gegn FH?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sjötta umferð Bestu deildarinnar hefst annað kvöld í Garðabænum og lýkur með tveimur kvöldleikjum á sunnudagskvöld.

Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals í körfubolta, er spámaður umferðarinnar. Finnur er í miðju undanúrslitaeinvígi gegn Njarðvík og er leikur fjögur í einvíginu annað kvöld. Sandra María, markahæsti leikmaður Bestu deildar kvenna, spáði í síðustu umferð og var með þrjá leiki rétta.

Svona spáir Finnur leikjunum:

Stjarnan 1 -1 Fram (föstudagur 19:15)
Gott gengi Fram heldur áfram og þeir sækja sterkt stig á erfiðum útivelli. Kemur ekkert á óvart með Rúna í brúnni. Tveir flottir KR þjalfarar að mætast, ansi margir deildinni í ár.

ÍA 2-1 Vestri (laugardagur 14:00)
Smáradona með sigurmarkið í uppbótatíma. Neitaði að skipta útaf þótt hlaupatölu vestadæmið sýndi rautt. Gamli skólinn. Bíð spenntur eftir fyrsta heimaleik Vestra á Ísafirði hins vegar. Líklegur að kíkja vestur á leik og á Tjöruhúsið.

Valur 4-0 KA (laugardagur 17:00)
Afmælishátíð á Hlíðarenda. Tryggvi brytur ísinn snemma, Birkir setur eitt og Guðmundur Andri tvö í seinni. Haukur Páll fær rauða spjaldið á 89.mín fyrir að mótmæla rangstöðu og Óskar Bjarni stýrir næsta leik.

KR 3-1 HK (sunnudagur 17:00)
Það er andi í 107. Tekur tíma að spila liðið saman en það smellur í þessum leik. Atli Sigurjons setur eitt af dýrari gerðinni og Finnur Tómas skorar loksins. Hápunkturinn verður þó í hálfleik þar sem 17. undirskriftin um uppbyggingu á KR svæðinu verður framkvæmd. Spurning hvort verður á undan, alvöru aðstaða í 107 eða þjóðarhöllin.

Fylkir 0-3 Breiðablik (sunnudagur 19:15)
Bounce back leikur hjá Blikum. Fátt annað um það að segja.

Víkingur 3-2 FH (sunnudagur 19:15)
Leikur umferðarinnar. Hérna á allt eftir að sjóða uppúr. Nýju áherslurnar ná hámarki og Íslandsmet (heimsmet) í spjöldum verður sett. Það er þetta með að það er erfitt að kenna gömlum hundum að setjast (og þegja). Helgi Guðjóns hetjan fyrir Víkinga með glæsimark. Að þessi myndarpiltur sé bróðir Arnars Guðjóns þjalfara Stjörnunnar í körfu er mér ráðgáta.

Fyrri spámenn:
Nadía Atla (4 réttir)
Sandra María (3 réttir)
Kristján Óli (2 réttir)
Albert Brynjar (2 réttir)
Gummi Ben (1 réttur)

Hér fyrir neðan er hægt að sjá stigatöfluna í deildinni.
Innkastið - Gylfasýning og óvæntustu úrslit sumarsins
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 15 10 3 2 34 - 15 +19 33
2.    Breiðablik 15 9 3 3 33 - 19 +14 30
3.    Valur 14 8 4 2 36 - 18 +18 28
4.    FH 14 7 3 4 26 - 23 +3 24
5.    ÍA 14 7 2 5 32 - 20 +12 23
6.    Stjarnan 15 6 2 7 27 - 29 -2 20
7.    Fram 14 5 4 5 20 - 20 0 19
8.    KA 15 5 3 7 23 - 29 -6 18
9.    KR 15 3 5 7 25 - 30 -5 14
10.    HK 15 4 2 9 17 - 35 -18 14
11.    Vestri 15 3 3 9 18 - 36 -18 12
12.    Fylkir 15 3 2 10 21 - 38 -17 11
Athugasemdir
banner
banner
banner