Sancho, Sesko, Mac Allister, Ten Hag, Raya og fleiri góðir koma við sögu
Ásta Eir: Mér er alveg sama hvernig við vinnum leikinn
Nik hreinskilinn: Þetta er ekki nægilega gott fyrir þetta stig
Kristján miður sín: Veit ekki hvort ég sé búinn að segja of mikið
Anna María: Fáránlegur dómur sem skemmir leikinn gjörsamlega
Óli Kristjáns: Væri frekja að vera að biðja um eitthvað meira
Gunnar um þriðja markið: Það drap okkur
Úlfur: Þetta var scrappy leikur
Dragan: Má ekki gleyma að okkur var spáð 12. sæti
Fúsi: Sýnum hverjir eiga Breiðholtið ennþá
Arnar Helgi: Stundum þarf maður bara að vinna þessa iðnaðarsigra
Árni Freyr: Hefði verið sanngjarnt ef hvorugt lið hefði fengið stig
SIgurvin: Mjög sárt að fá þessa tusku í andlitið
Gunnar Heiðar: Við erum stórhættulegir í skyndisóknum
Maggi: Stoltur af því hvernig við tækluðum þennan leik
Rúnar Kristins: Vinnum ekki fleiri leiki ef við spilum svona
Addi Grétars um dómsmálið við KA: Ég vona bara að menn láti hér við sitja
Ekkert helgarfrí í fyrsta sinn á árinu - „Verðum þar í hádeginu stelpur“
Adam Páls: Ég er Valsari dauðans
Brynjar Björn ánægður með frammistöðuna: Breytir því ekki að við dettum út úr bikarnum
Mörkin gáfu þeim sjálfstraust - „Við ætluðum að keyra meira á þá“
   fim 09. maí 2024 20:15
Sverrir Örn Einarsson
Jóhann Kristinn: Nú má Sandra fara að vara sig
Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfari Þór/KA
Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfari Þór/KA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það voru gæði annarsvegar í því hvernig við refsuðum og komum til baka og skoruðum tvö mjög góð mörk. Og svo er það bara vinnusemi og feykilega mikill dugnaður og fórnfýsi.“
Sagði Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfari Þórs/KA um það hvað öðru fremur hefði búið að baki 2-1 sigri Akureyringa gegn Víkingi er liðin mættust í Fossvogi í Bestu deild kvenna fyrr í dag.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 -  2 Þór/KA

Eftir að hafa tapað 3-1 gegn Val í fyrstu umferð hafa þrír sigrar fylgt í kjölfarið hjá liði Þór/KA. Jóhann er væntanlega sáttur með svarið sem liðið gaf eftir þessa fyrstu umferð?

„Ég er mjög súr ennþá eftir leikinn gegn Val. Það var ekki byrjunin á mótinu sem við ætluðum okkur. En það kemur ekki á óvart að stelpurnar hafi svarað svona. Við erum gríðarlega ánægð með hópinn okkar eins og hann er núna. Það sést hér að þó að við gerum breytingar þá halda þær áfram og vita hvað þær eiga að gera og allar að berjast fyrir hvor aðra og liðið sitt.“

Sandra María Jessen er ekki lengur eini markaskorari Þórs/KA í Bestu deildinni þetta sumarið en Ísfold Marý Sigtryggsdóttir gerði fyrra mark norðankvenna í dag. Jóhanni er samt nokkuð sama hver skorar mörkin svo lengi sem þau láta sjá sig.

„Nú þarf Sandra að fara að vara sig þegar önnur er komin í spilið. Þetta er ennþá alveg galin tölfræði en þegar við keyrum heim á eftir þá er mér alveg sama hver skorar mörkin. Ég og þjálfararnir ræðum örugglega meira liðið og sigurinn og hvernig það fór heldur en hver skoraði. En það var gaman að sjá annað nafn í markaskorun í dag.“

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner