Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
   fim 09. maí 2024 19:26
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ætlaði allt um koll að keyra á Akureyri - „Stuðningsmennirnir alveg geggjaðir"
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

„Maður er að reyna að ná áttum," sagði Sigurður Höskuldsson eftir ótrúlegan sigur Þórs gegn Aftureldingu á Akureyri í dag.


Lestu um leikinn: Þór 4 -  2 Afturelding

„Við sýndum geggjaðan karakter eftir að hafa gefið þeim 2-0 í forgjöf á fyrstu fimm mínútunum. Við vorum svakalega ósáttir með þessa byrjun en svo fannst mér við taka yfir leikinn og vera nokkuð góðir í fyrri hálfleik."

Þór lenti 2-0 undir eftir tæpar tíu mínútur.

„Á maður að skrifa þetta á eitthvað spennufall í undirbúningnum fyrir leikinn, mikið af frábærum stuðningsmönnum í húsinu. Við sofnum á verðinum og verðum að hætta því," sagði Siggi.

Þór var manni fleiri nánast allan síðari hálfleikinn en tókst ekki að brjóta ísinn fyrr en þegar tæpur stundafjórðungur var til loka venjulegs leiktíma.

„Við fáum fullt af færum og þeir liggja eðlilega á teignum. Þetta er flókið verk. Stundum ætluðum við að fara í eitthvað sem var ekki nógu einfalt. Þegar við fórum í einfaldleikann og gera það sem við viljum gera þá gekk það frábærlega," sagði Siggi.

Stuðningsmenn Þórs létu vel í sér heyra í dag og það ætlaði allt um koll að keyra þegar Rafael Victor kom Þór yfir í uppbótatíma.

„Við erum búin að vera reyna kveikja í þessari stemningu og það var frábær stemning og stuðningsmennirnir alveg geggjaðir. Ég held að þeir hafi svo sannarlega hjálpað okkur að berja þennan bolta inn. Vonandi fáum við meira af þessu, það er búin að vera frábær stemning á útileikjunum líka, ég held að þetta sé komið til að vera. Við erum gríðarlega spenntir fyrir framhaldinu með þennan frábæra stuðning með okkur," sagði Siggi.


Athugasemdir