Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   fös 05. apríl 2024 10:09
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Breki Baxter í Stjörnuna (Staðfest)
Mynd: Stjarnan
Stjarnan tilkynnti í dag að félagið hefði náð samkomulagi við Þorlák Breka Baxter. Hann mun spila með liðinu í sumar.

Hann kemur til Stjörnunnar frá Lecce á Ítalíu en þar á undan lék hann með Selfossi þar sem hann spilaði 23 leiki og skoraði fimm mörk í Lengjudeildinni síðasta sumar.

Fótbolti.net greindi frá því fyrir mánuði síðan að Breki væri líklega á leið í Stjörnuna.

Breki hefur verið í leit að nýju félagi eftir að hafa hætt hjá ítalska félaginu Lecce og ljóst að áhuginn hefur verið mikill á honum hér á landi.

Hann er átján ára framherji sem kom á Selfoss frá Hetti/Huginn fyrir tímabilið 2021 en hann var keyptur til Lecce síðasta sumar. Hann spilaði lítið með unglingaliði félagsins en hann meiddist stuttu eftir að hann kom til Lecce. Hann á fimm leiki að baki fyrir yngri landslið Íslands.

„Við fögnum komu Breka og hlökkum til þess að sjá hann í bláu treyjunni í sumar!" segir í tilkynningu Stjörnunnar.

Stjarnan mætir Víkingi á morgun í opnunarleik Bestu deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner