Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   fös 05. apríl 2024 08:30
Elvar Geir Magnússon
Staðan á Saka skoðuð á æfingu í dag
Bukayo Saka.
Bukayo Saka.
Mynd: EPA
Thomas Partey.
Thomas Partey.
Mynd: Getty Images
Arsenal á snúinn leik gegn Brighton klukkan 16:30 í ensku úrvalsdeildinni á morgun.

Mikel Arteta stjóri Arsenal sagði á fréttamannafundi að hann væri að bíða fregna af stöðunni á Bukayo Saka sem missti af síðasta leik. Hann var ekki með í sigrinum gegn Luton þar sem hann náði ekki að taka þátt að fullu í æfingunum fyrir leikinn.

Saka er algjör lykilmaður í sóknarleik Arsenal og segir Arteta að staðan á honum verði skoðuð á æfingu í dag. Arteta segir að staðan á öðrum leikmönnum hópsins virðist vera góð.

Arsenal er í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar og í harðri baráttu um Englandsmeistaratitilinn.

Afskaplega ánægður með Havertz
Á fundinum í morgun var Arteta einnig spurður út í Kai Havertz en Þjóðverjinn hefur verið að spila sem fölsk nía.

„Ég er afskaplega ánægður með hann. Hann kemur með mikil gæði í sóknarleikinn og er góður í að tengja saman línurnar. Hann leggur líka mikið á sig varnarlega og er vinnusamur. Hann mun reyna að bæta ofan á tölfræðina sína, hann er með mikla leikgreind," segir Arteta.

Miðjumaðurinn Thomas Partey byrjaði gegn Luton en vangaveltur hafa verið í gangi um að hann fari í sumar.

„Hann verður að vera með hugann við okkur því við förum fram á það. Við þurfum hann. Hann er toppleikmaður og það hefur sérst hvaða áhrif hann hefur á leiki."
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 35 25 5 5 85 28 +57 80
2 Man City 34 24 7 3 82 32 +50 79
3 Liverpool 35 22 9 4 77 36 +41 75
4 Aston Villa 35 20 7 8 73 52 +21 67
5 Tottenham 33 18 6 9 67 52 +15 60
6 Man Utd 34 16 6 12 52 51 +1 54
7 Newcastle 34 16 5 13 74 55 +19 53
8 West Ham 35 13 10 12 56 65 -9 49
9 Chelsea 33 13 9 11 63 59 +4 48
10 Bournemouth 35 13 9 13 52 60 -8 48
11 Wolves 35 13 7 15 48 55 -7 46
12 Brighton 34 11 11 12 52 57 -5 44
13 Fulham 35 12 7 16 51 55 -4 43
14 Crystal Palace 35 10 10 15 45 57 -12 40
15 Everton 35 12 8 15 37 48 -11 36
16 Brentford 35 9 8 18 52 60 -8 35
17 Nott. Forest 35 7 9 19 42 62 -20 26
18 Luton 35 6 7 22 48 77 -29 25
19 Burnley 35 5 9 21 38 70 -32 24
20 Sheffield Utd 35 3 7 25 34 97 -63 16
Athugasemdir
banner