Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
banner
   lau 06. apríl 2024 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Solomon, Forster og Sessegnon líklega ekki meira með á tímabilinu
Mynd: EPA
Ísraelski landsliðsmaðurinn Manor Solomon verður ekki með Tottenham Hotspur á þessari leiktíð en þetta staðfesti Ange Postecoglou, stjóri félagsins, á blaðamannafundi í gær.

Solomon, sem er 24 ára gamall, kom til Tottenham á frjálsri sölu síðasta sumar en hann gerði þá fimm ára samning við Lundúnaliðið.

Hann spilaði sex leiki í byrjun tímabils, þar sem hann lagði meðal annars upp tvö mörk fyrir Heung-Min Son í 5-2 sigri á Burnley, stuttu síðar meiddist hann á hné í leik gegn Liverpool.

Vængmaðurinn hefur verið frá síðan en Postecoglou er ekki að gera ráð fyrir honum fyrr en á næsta tímabili. Markvörðurinn Fraser Forster og vængbakvörðurinn Ryan Sessegnon verða einnig frá út tímabilið.

„Manor Solomon mun líklega ekki spila meira á þessu tímabili. Hann er í endurhæfingu og sömu sögu er að segja af Forster og Sessegnon,“ sagði Postecoglou.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner