Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
Gregg Ryder svekktur: Guy þarf að vera ofarlega á vellinum
Dóri skýtur á fyrrum lærisvein: Fannst Wöhlerinn dýfa sér
Leið eins og í Keanu Reeves mynd - „Serbinn þarf bara aðeins að róa sig“
Axel urðaði yfir Patrik - „Bara ástríða"
Damir: Ekki sama þegar einhver er að meiða liðsfélaga minn viljandi
Aron Elís um vítaspyrnudóminn: Hann rænir upplögðu marktækifæri og það er bara rautt spjald
Haddi: Við eigum mögulega að fá 2-3 víti
Arnar Gunnlaugs: Hann hefði örugglega getað dæmt fleiri víti
„Þetta er eiginlega nýtt sport sem maður þarf að venjast“
Brjálaður út í dómgæsluna - „Algjörlega úr takt við leikinn“
Benedikt Warén: Verðum að gera þetta að heimavellinum okkar
Heimir Guðjóns um átökin: Verður að vera klár í baráttu
Ómar Ingi: Eitthvað sem er ekki hægt að bjóða uppá
Davíð Smári: Algjör iðnaðarsigur - Við erum ein heild
Leist langbest á Fylki: Erfið ákvörðun en ég stend með henni
Gunnar Magnús: Vikan á heimilinu verður eitthvað sérstök
Jóhann Kristinn: Ómetanlegt að hafa markaskorara eins og Söndru
Guðni Eiríks: Þetta var ekki 4-0 leikur
Eva Rut: Skítamark úr horni
Sigurborg Katla: Hamingja í vatninu
   þri 06. júní 2017 12:18
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Raggi Sig: Eiga varla eftir að nenna þessu
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stórleikurinn gegn Króatíu á sunnudag leggst vel í Ragnar Sigurðsson, varnarmann íslenska landsliðsins.

Ísland er fyrir leikinn í öðru sæti í Riðli I undankeppni HM. Króatía er í efsta sæti riðilsins með þremur stigum meira en Ísland.

„Þetta leggst mjög vel í mig, eins og alltaf," sagði Ragnar í viðtali fyrir stuttu. „Það er alltaf gaman að hitta liðið og undirbúa sig fyrir stóra og mikilvæga leiki."

Ragnar var spurður að því hvort hann væri orðinn leiður á því að mæta Mario Mandzukic og stjórstjörnum Króata.

„Ég er ekkert orðinn leiður á því, ég hugsa að ég verði ekkert leiður á því fyrr en við vinnum þá," sagði hann.

Ragnar hefur lítið verið að spila með Fulham í vetur, en hann segir að það hafi komið niður á líkamlegu standi sínu.

„Það er langt síðan ég var í svona góðu líkamlegu standi."

Luka Modric og Mario Mandzukic voru báðir mjög öflugir í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á dögunum.

„Það var allt annar leikur, þeir eiga eftir að koma hingað og eiga varla eftir að nenna þessu, þannig að ég er ekkert að spá í því."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner