Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   fös 06. júlí 2018 17:27
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tæplega 300 þúsund vilja að leikurinn verði endurspilaður
Kólumbíumenn kvarta í dómaranum, Mark Geiger.
Kólumbíumenn kvarta í dómaranum, Mark Geiger.
Mynd: Getty Images
Farið var af stað með undirskriftasöfnun eftir leik Englands og Kólumbíu í 16-liða úrslitunum á HM þar sem krafist var þess að leikurinn yrði endurspilaður vegna dómaramistaka. Þegar þessi frétt er skrifuð eru undirskriftirnar orðnar næstum því 300 þúsund.

Leikurinn endaði 1-1 og þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni þar sem staðan var enn jöfn að lokinni framlengingu. Í vítaspyrnukeppninni hafði England betur.

Kólumbíumenn voru ekki sáttir með niðurstöðuna. Eftir leikinn ákvað kólumbíski lögfræðineminn Juan Diego Garcia Munoz að hefja undirskriftasöfnun með þá von að leikurinn yrði endurspilaður.

Hann segir að tvö vafasöm atriði hafi kostað Kólumbíu sæti í 8-liða úrslitunum. England skoraði mark sitt í leiknum úr vítaspyrnu. Harry Kane skoraði eftir að Carlos Sanchez braut á honum innan teigs. Garcia Munoz segir að ekki hafi verið um brot að ræða. Hann nefnir líka að mark Carlos Bacca í framlengingunni hefði átt að standa. Bacca nýtti sér misskilning eftir innkast og skoraði en markið var ekki dæmt gott og gilt þar sem dómarinn leit svo á að tveir boltar hefðu verið inn á vellinum á sama tíma.

Munoz segir hins vegar að boltarnir hafi aldrei verið inn á vellinum á sama tíma og endursýningar sanni það.

Hann hefði viljað sjá myndbandsdómara notfærðan í báðum atvikum, að dómarinn hefði skoðað atvkið á myndbandi.

Rétt tæplega 300 þúsund manns hafa skrifað undir þegar þessi frétt er rituð en með því að smella hér ferðu á vef undirskriftasöfnunarinnar.

Munoz mun ekki fá ósk sína uppfyllta þrátt fyrir þetta ótrúlega magn af undirskriftum. England spilar við Svíþjóð í 8-liða úrslitum á morgun.
Athugasemdir
banner
banner
banner