Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   þri 06. nóvember 2018 21:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Klopp: Ég er bara með tíu fingur
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, var sár og svekktur eftir 2-0 tap gegn Rauðu stjörnunni í Meistaradeildinni í kvöld. Úrslitin voru óvænt en sanngjörn eins og Klopp viðurkennir sjálfur.

„Við fengum dauðafæri í byrjun, dauðafæri þegar Daniel skaut yfir. Öll mörk í leik sem þessum leiða leikinn í einhverja ákveðna átt," sagði Klopp en Rauða stjarnan refsaði fyrir klúður Sturridge og setti bæði mörk sín fyrir leikhlé.

Í síðari hálfleik átti Liverpool engin svör við sterkum varnarleik hjá Rauðu stjörnunni.

„Við reyndum að gera breytingar fyrir síðari hálfleikinn. Við fengum hálffæri en ekkert meira en það."

„Ég verð líka að hrósa Rauðu stjörnunni, þetta var sanngjarn sigur. Þeir eru með þrjú stig, við ekkert."

Aðspurður að því hvort hann gæti talið það upp sem fór úrskeiðis í kvöld, þá sagði Klopp: „Ég er bara með tíu fingur."

Liverpool er í hættu á að komast ekki áfram úr riðlakeppninni. Liðið á eftir að spila við Napoli heima og PSG úti.

Nánar verður hægt fara yfir stöðuna í riðlinum síðar í kvöld, þegar leik Napoli og PSG er lokið.
Athugasemdir
banner
banner