Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   fim 07. mars 2024 16:50
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið Liverpool í Prag: Kemur Salah inn af bekknum?
Salah byrjar á bekknum.
Salah byrjar á bekknum.
Mynd: EPA
Andy Robertson er fyrirliði.
Andy Robertson er fyrirliði.
Mynd: EPA
Klukkan 17:45 mætast Sparta Prag og Liverpool í fyrri leik sínum í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Leikið verður í Tékklandi.

Mohamed Salah er í fyrsta sinn í leikmannahópi Liverpool síðan í febrúar en hann er loks farinn að æfa af fullum krafti. Egyptinn byrjar á varamannabekknum í dag.

Liverpool er þó með sterkt byrjunarlið, og kannski sterkara en margir bjuggust við en á sunnudag leikur liðið mikilvægan toppslag gegn Manchester City.

Það eru þrjár breytingar frá liðinu sem byrjaði gegn Nottingham Forest um síðustu helgi. Darwin Nunez, sem kom af bekknum og skoraði sigurmarkið á 99. mínútu, kemur inn í liðið ásamt Wataru Endo og Jarell Quansah.

Conor Bradley, Virgil van Dijk og Bobby Clark setjast á bekkinn. Andy Robertson er fyrirliði þar sem Van Dijk byrjar á bekknum.

Byrjunarlið Sparta Prag: Vindahl; Vitik, Krejci, Sorensen; Preciado, Zeleny, Solbakken, Kairinen; Birmancevic, Kuchta, Haraslin

Byrjunarlið Liverpool: Kelleher; Gomez, Quansah, Konaté, Robertson; Elliott, Endo, Mac Allister; Luis Díaz, Gakpo, Darwin Núñez.
(Varamenn: Adrian, Mrozek, Van Dijk, Szoboszlai, Salah, Tsimikas, Clark, Gordon, McConnell, Koumas, Bradley, Musialowski)


Leikir dagsins:
17:45 Sparta Prag - Liverpool
17:45 Roma - Brighton
17:45 Qarabag - Leverkusen
20:00 Marseille - Villarreal
20:00 Benfica - Rangers
20:00 Freiburg - West Ham
20:00 Milan - Slavia Prag
Athugasemdir
banner
banner