Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   sun 07. apríl 2024 05:55
Brynjar Ingi Erluson
England í dag - Nær Liverpool fram hefndum á Old Trafford?
Manchester United fær Liverpool aftur í heimsókn
Manchester United fær Liverpool aftur í heimsókn
Mynd: Getty Images
Þrír leikir fara fram í 32. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag en stórleikur helgarinna fer fram, leikur Manchester United og Liverpool.

Á dögunum mættust liðin í 8-liða úrslitum enska bikarsins, þar sem United vann 4-3 eftir ótrúlega dramatík í framlengingu.

Það var gríðarlega stór sigur fyrir United og virkaði það eins og vendipunktur tímabilsins, en síðan kom landsleikjahlé. United gerði 1-1 jafntefli við Brentford í leik þar sem United var heppði að tapa ekki og þá tapaði það í síðustu umferð gegn Chelsea í uppbótartíma.

Liverpool hefur á meðan unnið báða leiki sína, gegn Brighton og Sheffield United. Það er allt undir hjá báðum liðum í dag, Liverpool er í titilbaráttu við Arsenal og Manchester City á meðan United er í baráttu um að komast í Meistaradeild. Leikurinn hefst klukkan 14:30 og fer fram á Old Trafford.

Sheffield United fær Chelsea í heimsókn klukkan 16:30 á Bramall Lane áður en Tottenham tekur á móti Nottingham Forest hálftíma síðar.

Leikir dagsins:
14:30 Man Utd - Liverpool
16:30 Sheffield Utd - Chelsea
17:00 Tottenham - Nott. Forest
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 35 25 5 5 85 28 +57 80
2 Man City 34 24 7 3 82 32 +50 79
3 Liverpool 35 22 9 4 77 36 +41 75
4 Aston Villa 35 20 7 8 73 52 +21 67
5 Tottenham 33 18 6 9 67 52 +15 60
6 Man Utd 34 16 6 12 52 51 +1 54
7 Newcastle 34 16 5 13 74 55 +19 53
8 West Ham 35 13 10 12 56 65 -9 49
9 Chelsea 33 13 9 11 63 59 +4 48
10 Bournemouth 35 13 9 13 52 60 -8 48
11 Wolves 35 13 7 15 48 55 -7 46
12 Brighton 34 11 11 12 52 57 -5 44
13 Fulham 35 12 7 16 51 55 -4 43
14 Crystal Palace 35 10 10 15 45 57 -12 40
15 Everton 35 12 8 15 37 48 -11 36
16 Brentford 35 9 8 18 52 60 -8 35
17 Nott. Forest 35 7 9 19 42 62 -20 26
18 Luton 35 6 7 22 48 77 -29 25
19 Burnley 35 5 9 21 38 70 -32 24
20 Sheffield Utd 35 3 7 25 34 97 -63 16
Athugasemdir
banner
banner
banner